Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. febrúar 2025 21:41 Haukakonur hafa verið að gera góða hluti heima og í Evrópukeppni. Vísir/Anton Brink Haukar unnu í kvöld öruggan níu marka sigur á Selfossi á Ásvöllum, lokatölur 29-20. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var sátt með sitt lið sem á erfitt verkefni fyrir höndum um helgina í Tékklandi. Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira