Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. febrúar 2025 21:41 Haukakonur hafa verið að gera góða hluti heima og í Evrópukeppni. Vísir/Anton Brink Haukar unnu í kvöld öruggan níu marka sigur á Selfossi á Ásvöllum, lokatölur 29-20. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var sátt með sitt lið sem á erfitt verkefni fyrir höndum um helgina í Tékklandi. Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira