Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Valskonur fagna fyrr í vetur. Þær vonast til að fagna eins dátt á sunnudaginn kemur. Valskonur hafa náð sögulegum árangri í EHF-bikar kvenna í handbolta í vetur og stefna lengra. Stórt verkefni bíður á Hlíðarenda um helgina og búast má við fjölmenni í stúkunni. Valur og Haukar skrifuðu sig í sögubækurnar í vetur en bæði lið er í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna. Ekkert íslenskt kvennalið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Bæði lið leika um helgina en Haukakonur eru í þröngri stöðu eftir 35-24 tap fyrir tékkneska liðinu Hazena Kynzvart ytra síðustu helgi. Liðin mætast að Ásvöllum klukkan 16:30 á morgun. Allt er hins vegar opið hjá Valskonum sem spila báða leikina við annað tékkneskt lið, Slaviu Prag, á laugardag og sunnudag. Báðir fara þeir fram að Hlíðarenda og eru klukkan 16:00 sitt hvorn daginn. Ágúst Jóhannsson segir spennuna töluverða á meðal leikmanna Vals.vísir / anton brink „Það styttist í þetta og tilhlökkunin er alltaf að verða meiri og meiri innan hópsins. Spennan magnast, alveg klárlega,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Hann fer ekki í grafgötur með það að andstæðingur helgarinnar er öflugur. „Þetta er sterkt lið. Við höfum skoðað marga leiki hjá þeim og þær eru gríðarlega öflugar. Þær spila sterka 6-0 vörn og með besta markvörð tékknesku deildarinnar. Þær eru með sterka skyttu vinstra megin og mjög góðan miðjumann,“ „Svo voru þær að fá góðan örvhentan leikmann frá Vipers í Noregi sem fór nýlega á hausinn. Við erum að mæta reyndu og sterku liði. Við þurfum að spila vel og ná upp alvöru varnarleik og markvörslu til að eiga séns á að gera eitthvað á móti þeim,“ segir Ágúst. Þurfa að ná upp sömu frammistöðu og gegn Malaga Líkt og segir að ofan þurftu Haukakonur að þola stórt tap fyrir öðru tékknesku liði fyrir viku síðan. En gefur það eitthvað til kynna um styrkleika Slaviu liðsins sem bíður Valskvenna? „Þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Úrslitin í deildinni hafa verið svolítið upp og niður, mjög skrýtin úrslit. Sem dæmi vann Slavia Prag efsta liðið en voru svo að tapa stórt. En þær unnu svo með 16 mörkum í fyrradag. Við þurfum bara að ná upp alvöru evrópskri frammistöðu líkt og við gerðum í báðum leikjunum við Malaga, til þess að geta komist í gegnum þetta,“ segir Ágúst. Líkt og hann segir hafa Valskonur sannarlega sýnt styrk sinn í keppninni í vetur, nú síðast gegn Malaga. Valur vann þar topplið spænsku deildarinnar sem hefur unnið þónokkra titla undanfarin ár. Þurfa að nýta hraðann Fyrir Valskonur eru þá möguleikar til staðar gegn sterku Slaviu-liði. Þær eigi að geta brotið sér leið í gegnum vörn sem er hægari en snarpir útilínumenn íslenska liðsins. „Sóknarlega eigum við að geta opnað þær. Mér finsnt við vera fljótari á fótunum og eigum að geta opnað þær þar. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka og vera tilbúnar að mæta þeim. Þetta er meiri skyttur en við eigum til að mæta hérna á Íslandi. Við þurfum að spila aggressíva vörn, hvort sem það er 6-0 eða framliggjandi 3-2-1 sem við höfum verið að spila svolítið í deildinni,“ segir Ágúst. Stefnan sett á undanúrslitin Það kemur sér þá vel fyrir Val að spila báða leikina hér heima. Einvígin hingað til hjá Valskonum hafa verið spiluð heima og heiman en í þetta skiptið verða þeir báðir á Hlíðarenda. Ágúst treystir á góðan stuðning til að aðstoða liðið við að skrifa íslenska handboltasögu enn frekar. „Klárlega er betra að spila báða leikina heima. Við erum gríðarlega ánægð með það. Auðvitað treystum við svolítið á það að fá fólk á völlinn, það er að koma mjög öflugt lið hérna til landsins. Valsstelpurnar hafa spilað vel í vetur og síðastliðin tímabil. Við vonumst auðvitað bara eftir því að fólk flykkist á völlinn. Það verður góð umgjörð á Hlíðarenda,“ „Við þurfum allan okkar stuðning að fólk hjálpist að við að koma íslensku liðunum áfram í næstu umferð. Okkur langar að reyna á þetta og komast eins langt og mögulegt er, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum það. Það er okkar markmið að komast í fjögurra liða úrslitin,“ segir Ágúst. Líkt og segir að ofan fara leikir Vals fram á laugardag og sunnudag að Hlíðarenda. Heimaleikur Vals er klukkan 16:00 á laugardag og sá leikur sem telst til heimaleiks Slaviu Prag klukkan 16:00 á sunnudag. Valur EHF-bikarinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Valur og Haukar skrifuðu sig í sögubækurnar í vetur en bæði lið er í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna. Ekkert íslenskt kvennalið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Bæði lið leika um helgina en Haukakonur eru í þröngri stöðu eftir 35-24 tap fyrir tékkneska liðinu Hazena Kynzvart ytra síðustu helgi. Liðin mætast að Ásvöllum klukkan 16:30 á morgun. Allt er hins vegar opið hjá Valskonum sem spila báða leikina við annað tékkneskt lið, Slaviu Prag, á laugardag og sunnudag. Báðir fara þeir fram að Hlíðarenda og eru klukkan 16:00 sitt hvorn daginn. Ágúst Jóhannsson segir spennuna töluverða á meðal leikmanna Vals.vísir / anton brink „Það styttist í þetta og tilhlökkunin er alltaf að verða meiri og meiri innan hópsins. Spennan magnast, alveg klárlega,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Hann fer ekki í grafgötur með það að andstæðingur helgarinnar er öflugur. „Þetta er sterkt lið. Við höfum skoðað marga leiki hjá þeim og þær eru gríðarlega öflugar. Þær spila sterka 6-0 vörn og með besta markvörð tékknesku deildarinnar. Þær eru með sterka skyttu vinstra megin og mjög góðan miðjumann,“ „Svo voru þær að fá góðan örvhentan leikmann frá Vipers í Noregi sem fór nýlega á hausinn. Við erum að mæta reyndu og sterku liði. Við þurfum að spila vel og ná upp alvöru varnarleik og markvörslu til að eiga séns á að gera eitthvað á móti þeim,“ segir Ágúst. Þurfa að ná upp sömu frammistöðu og gegn Malaga Líkt og segir að ofan þurftu Haukakonur að þola stórt tap fyrir öðru tékknesku liði fyrir viku síðan. En gefur það eitthvað til kynna um styrkleika Slaviu liðsins sem bíður Valskvenna? „Þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Úrslitin í deildinni hafa verið svolítið upp og niður, mjög skrýtin úrslit. Sem dæmi vann Slavia Prag efsta liðið en voru svo að tapa stórt. En þær unnu svo með 16 mörkum í fyrradag. Við þurfum bara að ná upp alvöru evrópskri frammistöðu líkt og við gerðum í báðum leikjunum við Malaga, til þess að geta komist í gegnum þetta,“ segir Ágúst. Líkt og hann segir hafa Valskonur sannarlega sýnt styrk sinn í keppninni í vetur, nú síðast gegn Malaga. Valur vann þar topplið spænsku deildarinnar sem hefur unnið þónokkra titla undanfarin ár. Þurfa að nýta hraðann Fyrir Valskonur eru þá möguleikar til staðar gegn sterku Slaviu-liði. Þær eigi að geta brotið sér leið í gegnum vörn sem er hægari en snarpir útilínumenn íslenska liðsins. „Sóknarlega eigum við að geta opnað þær. Mér finsnt við vera fljótari á fótunum og eigum að geta opnað þær þar. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka og vera tilbúnar að mæta þeim. Þetta er meiri skyttur en við eigum til að mæta hérna á Íslandi. Við þurfum að spila aggressíva vörn, hvort sem það er 6-0 eða framliggjandi 3-2-1 sem við höfum verið að spila svolítið í deildinni,“ segir Ágúst. Stefnan sett á undanúrslitin Það kemur sér þá vel fyrir Val að spila báða leikina hér heima. Einvígin hingað til hjá Valskonum hafa verið spiluð heima og heiman en í þetta skiptið verða þeir báðir á Hlíðarenda. Ágúst treystir á góðan stuðning til að aðstoða liðið við að skrifa íslenska handboltasögu enn frekar. „Klárlega er betra að spila báða leikina heima. Við erum gríðarlega ánægð með það. Auðvitað treystum við svolítið á það að fá fólk á völlinn, það er að koma mjög öflugt lið hérna til landsins. Valsstelpurnar hafa spilað vel í vetur og síðastliðin tímabil. Við vonumst auðvitað bara eftir því að fólk flykkist á völlinn. Það verður góð umgjörð á Hlíðarenda,“ „Við þurfum allan okkar stuðning að fólk hjálpist að við að koma íslensku liðunum áfram í næstu umferð. Okkur langar að reyna á þetta og komast eins langt og mögulegt er, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum það. Það er okkar markmið að komast í fjögurra liða úrslitin,“ segir Ágúst. Líkt og segir að ofan fara leikir Vals fram á laugardag og sunnudag að Hlíðarenda. Heimaleikur Vals er klukkan 16:00 á laugardag og sá leikur sem telst til heimaleiks Slaviu Prag klukkan 16:00 á sunnudag.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira