Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Notaður í aug­lýsingu með gervi­greind án leyfis

Tom Hanks hefur varað að­dá­endur sína við því að í um­ferð sé aug­lýsing á vegum trygginga­fyrir­tækis þar sem gervi­greind er nýtt til að nota leikarann í aug­lýsingunni. Þetta er án hans að­komu og sam­þykkis.

Lífið
Fréttamynd

Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram

„Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Nýsleginn formaður situr fyrir svörum

Gísli Snær Erlingsson, sem er nýtekinn við sem formaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, mun sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn stofnunarinnar á opnum fundi með kvikmyndagerðarfólki á morgun, mánudag, klukkan 16 í Norræna húsinu.

Menning
Fréttamynd

Fór í forn­fræði og guð­fræði en gat ekki flúið ör­lögin

Sigurður Ingvarsson stefndi á fræðimennsku eftir menntaskóla en gat ekki flúið þau örlög að verða leikari. Hann leikur í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, og stígur á svið í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu eftir áramót. Í vor fór hann á sjó eftir mönun tengdaföður síns og segir það hafa verið ólýsanlega erfitt.

Lífið
Fréttamynd

Urmull af ís­lenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina

Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar

Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. 

Innlent
Fréttamynd

Svona var kveðju­stund Guð­bergs í Hörpu

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt líf Öldu Lóu

Alda Lóa Leifsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu heimildamynd: Togolísu. Hún er skilin við mann sinn sósíalistaleiðtogann Gunnar Smára Egilsson, hefur hafið djáknanám og er að taka saman efni í bók um hugvíkkandi efni.

Menning
Fréttamynd

Hlær bara að hrútskýringum

Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 

Menning
Fréttamynd

Aníta Briem slær sér upp

Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum.

Lífið
Fréttamynd

Gervi­greindin geti ekki út­rýmt þýð­endum

Storytel bað nýlega íslenskan þýðenda um að lagfæra þýðingu sem gervigreind hafði gert fyrir fyrirtækið. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að tími sé kominn til að bókmenntaheimurinn taki sig saman og ræði um afleiðingar gervigreindar.  

Menning
Fréttamynd

Það taki enga stund að hola menningar­stofnanir að innan sem tók ára­tugi að byggja

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan.

Innlent