Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 22:01 Júlí Heiðar og Þórdís Björk mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en stefna á þátttöku fyrir Íslands hönd í ár. Hér troða þau upp í Kryddsíld Stöðvar 2 árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld. Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27