Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 22:32 Sjón og leikstjórinn Robert Eggers. Vísir/Samsett Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein