
Miðstöð íslenskra bókmennta veitir rúmar 50 milljónir í styrki
Miðstöð íslenskra bókmennta mun í ár úthluta 51,5 milljónum króna í styrkjum til bókaútgáfu og þýðinga. Þetta er 8,5 milljónum hærra en úthlutað var í fyrra þegar 43 milljónum var veitt í sömu styrki.