Daft Punk platan Discovery endurútsett á orgel í Laugarneskirkju Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 14:31 Kristján Hrannar Pálsson ætlar að flytja lög Daft Punk á kirkjuorgel. Þann 16. júní næstkomandi gefst tónlistarunnendum tækifæri til að hlusta á plötuna Discovery endurútsetta fyrir orgel, þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson leikur plötuna í gegn, lag fyrir lag, á kirkjuorgel Laugarneskirkju. „Platan Discovery með franska rafdúóinu Daft Punk er án vafa ein áhrifamesta poppplata síðustu áratuga. Hún kom út árið 2001 og fagnar því tuttugu ára afmæli á árinu. Hljómsveitin er þekkt fyrir einstaklega vel smíðaðar arpeggíur og hljóðsömpl og má kalla plötuna eitt helsta flaggskip sveitarinnar á löngum og farsælum ferli,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Daft Punk hætti í lok árs 2020 og því er við hæfi að staldra við og heiðra sveitina, plötuna og stefnuna. Franskt rafpopp er einstakt á heimsvísu en sé litið nær má greina sterk áhrif úr orgeltónlist Frakka, en orgelið er jú kallað afi hljóðsynthans. Daft Punk aðdáendur mega alls ekki missa af þessum viðburði.“ Kristján Hrannar Pálsson er fæddur árið 1987 og býr í Reykjavík ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Hann nam klassískan píanóleik frá sex ára aldri og jazzpíanóleik frá FÍH frá fjórtán ára aldri. Árið 2018 útskrifaðist hann sem organisti og kórstjóri frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Síðan þá hefur hann starfað sem organisti og tónlistarstjóri Óháða safnaðarins og organisti Laugarneskirkju veturinn 2020-2021. Hann er starfandi organisti Grindavíkurkirkju veturinn 2021-2022. Árið 2013 gaf hann út rafpoppuðu plötuna Anno 2013, í samstarfi við Janus Rasmussen (Bloodgroup, Kiasmos) sem hlaut glæsilega dóma. 2016 kom út fyrsta verk hans um loftslagsbreytingar, Arctic Take One, sem fjallar um borgir og bæi við norðurskautið. Árið 2020 frumflutti hann orgelverk sitt, Tvær gráður (+2,0°C) í Hallgrímskirkju, sem hluta af Vetrarhátíð í Reykjavík. Kristján stofnaði Óháða kórinn árið 2018 sem hefur sungið með hljómsveitum á borð við HATARA. Hann stofnaði síðan Óháða kvartettinn/sextettinn árið 2019 sem syngur við athafnir af ýmsum toga. Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Platan Discovery með franska rafdúóinu Daft Punk er án vafa ein áhrifamesta poppplata síðustu áratuga. Hún kom út árið 2001 og fagnar því tuttugu ára afmæli á árinu. Hljómsveitin er þekkt fyrir einstaklega vel smíðaðar arpeggíur og hljóðsömpl og má kalla plötuna eitt helsta flaggskip sveitarinnar á löngum og farsælum ferli,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Daft Punk hætti í lok árs 2020 og því er við hæfi að staldra við og heiðra sveitina, plötuna og stefnuna. Franskt rafpopp er einstakt á heimsvísu en sé litið nær má greina sterk áhrif úr orgeltónlist Frakka, en orgelið er jú kallað afi hljóðsynthans. Daft Punk aðdáendur mega alls ekki missa af þessum viðburði.“ Kristján Hrannar Pálsson er fæddur árið 1987 og býr í Reykjavík ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Hann nam klassískan píanóleik frá sex ára aldri og jazzpíanóleik frá FÍH frá fjórtán ára aldri. Árið 2018 útskrifaðist hann sem organisti og kórstjóri frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Síðan þá hefur hann starfað sem organisti og tónlistarstjóri Óháða safnaðarins og organisti Laugarneskirkju veturinn 2020-2021. Hann er starfandi organisti Grindavíkurkirkju veturinn 2021-2022. Árið 2013 gaf hann út rafpoppuðu plötuna Anno 2013, í samstarfi við Janus Rasmussen (Bloodgroup, Kiasmos) sem hlaut glæsilega dóma. 2016 kom út fyrsta verk hans um loftslagsbreytingar, Arctic Take One, sem fjallar um borgir og bæi við norðurskautið. Árið 2020 frumflutti hann orgelverk sitt, Tvær gráður (+2,0°C) í Hallgrímskirkju, sem hluta af Vetrarhátíð í Reykjavík. Kristján stofnaði Óháða kórinn árið 2018 sem hefur sungið með hljómsveitum á borð við HATARA. Hann stofnaði síðan Óháða kvartettinn/sextettinn árið 2019 sem syngur við athafnir af ýmsum toga.
Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira