Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:23 Atriði Hatara var umtalað um allan heim. Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi.
Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira