Segir stefnu Spotify vera fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til skammar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:18 Jakob Frímann hrósaði Bríet í Bítinu í dag. ÍSLAND GOT TALENT Íslensk tónlist er aðeins 21 prósent af heildarhlutfalli tónlistarsölu hér á landi eftir tilkomu Spotify. „Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
„Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira