Segir stefnu Spotify vera fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til skammar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:18 Jakob Frímann hrósaði Bríet í Bítinu í dag. ÍSLAND GOT TALENT Íslensk tónlist er aðeins 21 prósent af heildarhlutfalli tónlistarsölu hér á landi eftir tilkomu Spotify. „Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira