Chris Harrison hættur í The Bachelor Árni Sæberg skrifar 8. júní 2021 15:32 Chris Harrison var þáttastjórnandi The Bachelor í tæp tuttugu ár. Chris Harrison er hættur sem stjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor en hann hefur stýrt þáttunum allt frá fyrsta þætti sem kom út árið 2002. Harrison dró sig í hlé frá þáttunum í febrúar síðastliðnum eftir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að verja fyrrum keppanda sem sakaður var um kynþáttafordóma. Rachael Kirkconnell, fyrrum keppandi í the Bachelor, var sökuð um kynþáttafordóma í byrjun árs þegar myndir af henni í háskólapartýi árið 2018 komu upp á yfirborðið. Þema partýsins virðist hafa verið „plantekra í Suðurríkjunum.“ Eðli málsins samkvæmt varð Kirkconnell fyrir miklu aðkasti vegna myndanna og neyddist til að gefa út formlega afsökunarbeiðni. Chris Harrison fannst illa vegið að Kirkconnell og kom henni til varnar opinberlega. Hann sagði málið smávægilegt og að gagnrýni sú sem Kirckonnell hafði mátt sæta væri ósanngjörn. Aðdáendur The Bachelor tóku uppátæki Harrisons illa og neyddist hann til að stíga tímabundið til hliðar frá þáttunum. Flestum mátti þó vera ljóst að dagar hans, sem stjórnandi þáttanna, væru liðnir. Nú hefur Harrison formlega hætt störfum en í frétt Deadline um málið segir að starfslokasamningsviðræður hans við framleiðendur þáttanna hafi verið langar og strembnar. Lögmaður Harrisons, Bryan Freedman, hafi hótað að ljóstra upp öllu því slæma sem gerst hefur á bak við tjöldin við framleiðslu The Bachelor. Blaðamaður Deadline fullyrðir að starfslokagreiðsla Harrison hlaupi á tugum milljónum dollara. Hollywood Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Harrison dró sig í hlé frá þáttunum í febrúar síðastliðnum eftir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að verja fyrrum keppanda sem sakaður var um kynþáttafordóma. Rachael Kirkconnell, fyrrum keppandi í the Bachelor, var sökuð um kynþáttafordóma í byrjun árs þegar myndir af henni í háskólapartýi árið 2018 komu upp á yfirborðið. Þema partýsins virðist hafa verið „plantekra í Suðurríkjunum.“ Eðli málsins samkvæmt varð Kirkconnell fyrir miklu aðkasti vegna myndanna og neyddist til að gefa út formlega afsökunarbeiðni. Chris Harrison fannst illa vegið að Kirkconnell og kom henni til varnar opinberlega. Hann sagði málið smávægilegt og að gagnrýni sú sem Kirckonnell hafði mátt sæta væri ósanngjörn. Aðdáendur The Bachelor tóku uppátæki Harrisons illa og neyddist hann til að stíga tímabundið til hliðar frá þáttunum. Flestum mátti þó vera ljóst að dagar hans, sem stjórnandi þáttanna, væru liðnir. Nú hefur Harrison formlega hætt störfum en í frétt Deadline um málið segir að starfslokasamningsviðræður hans við framleiðendur þáttanna hafi verið langar og strembnar. Lögmaður Harrisons, Bryan Freedman, hafi hótað að ljóstra upp öllu því slæma sem gerst hefur á bak við tjöldin við framleiðslu The Bachelor. Blaðamaður Deadline fullyrðir að starfslokagreiðsla Harrison hlaupi á tugum milljónum dollara.
Hollywood Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira