Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Við förum bara þegar þú kemur næst“

Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af.

Menning
Fréttamynd

Þórólfur segist hafa elst um 15 ár 2020

„2 0 2 0 drífðu þig út,“ syngja þeir félagar í hljómsveitinni Vinum og vandamönnum í nýju lagi og myndbandi þar sem árið 2020 er gert upp og nýtt ár, 2021, er kallað til leiks. „2 0 2 0 hvað varst þú að spá?“ syngja þeir enn fremur og „2 0 2 1 drífðu þig inn.“

Lífið
Fréttamynd

Einvalalið leikara kveður árið 2020

Borgarleikhúsið bauð landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember var opnaður gluggi og listamenn leikhússins glöddu með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

„Eins og að vera einn í heiminum“

Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni.

Menning
Fréttamynd

Frægt upp­töku­ver í Dan­mörku eyði­lagðist í bruna

Puk-upptökuverið fyrir utan Randers í Danmörku brann til kaldra kola í gær. Upptökuverið naut talsverðra vinsælda á sínum tíma þar sem alþjóðlegar stórstjörnur á borð við Elton John, Depeche Mode, George Michael, Gary Moore og Judas Priest tóku þar öll upp tónlist.

Erlent
Fréttamynd

Systur á sveitabæ fá fólk til að brosa með gríni og glensi

Systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum með söng og spili klæddar upp í jólaföt. Þær segja að hafi þær fengið eina manneskju til að brosa af uppátækjum sínum þá hafi tilganginum verið náð og það heppnaðist svo sannarlega hjá þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Bjarni Ara er mættur, þvílíkt comeback“

Stórsöngvarinn Bjarni Ara hefur greinilega engu gleymt og hefur jafnvel aldrei verið betri. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg söng hann nokkur vel valin jólalög ásamt sínum eldri smellum. 

Lífið
Fréttamynd

Ýmis „ó­ljósari“ at­riði skýrð í nýjum þjónustu­samningi við Ríkis­út­varpið

Nýr þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. Var undirritaður í dag. Meðal „lykilatriða“ í samningnum er „aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu“, auk þess sem ýmis „óljósari“ atriði eru skýrð, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Dularfull skilaboð á auglýsingaskiltum bæjarins

Listamaðurinn CozYboy opnaði í gær sýninguna Becoming Richard á 287 auglýsingaskjám sem eru á strætóskýlum og risa LED skiltum við fjölförnustu gatnamót á á höfuðborgarsvæðinu. CozYboy gefur ekki upp raunverulegt nafn sitt en á auglýsingaskiltunum má sjá ýmiskonar skilaboð sem hafa vakið athygli vegfarenda.

Lífið
Fréttamynd

Jólaballaðan All I Want For Christmas í mögnuðum flutningi Elísabetar Ormslev

Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.

Lífið
Fréttamynd

Jólagigg með Ingó Veðurguði á annan í jólum

Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið. 

Lífið