Systurnar eru vel undirbúnar og yfirvegaðar og segja dásamlegt að eyða tíma í Tórínó. Ýmislegt hefur komið á óvart í ferlinu en ekkert sem hefur sett þær úr jafnvægi.
„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í og ég held bara raunverulega að allt sem er búið að vera að gerast sé eitthvað sem við höfðum enga hugmynd um. Við reynum að fylgja bara flæðinu í þessu og það er bara allt skemmtilegt og það hefur ekkert leiðinlegt gerst.“
Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.