Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. maí 2022 14:30 Leonid Eremeychuk / EyeEm Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps. Bandaríkin Menning Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps.
Bandaríkin Menning Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira