Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. maí 2022 14:30 Leonid Eremeychuk / EyeEm Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps. Bandaríkin Menning Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps.
Bandaríkin Menning Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira