Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Þór­­dís Kol­brún segir um­deilt tíst ekki varða sótt­varnir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hafnar því að umdeilt tíst sem hún birti í gær tengist afstöðu hennar til sóttvarnaaðgerða. Í umræddri færslu á Twitter birti ráðherrann tilvitnun í bandaríska mannréttindafrömuðinn Martin Luther King Jr. og sagði að viska hans eigi einkum við á tímum þar sem atlaga hafi verið gerð að mörgum grunnréttindum fólks.

Innlent
Fréttamynd

Ein Jans­sen-sprauta bráðum ekki nóg til ferða­laga í Evrópu

Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit

Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur mestar áhyggjur af tíundu bekkingum

Um helmingur þeirra sem greinist með Covid-19 eru börn á grunn- og leikskólaaldri og ríflega fimm þúsund börn í Reykjavík voru fjarverandi úr skóla í gær. Skólastjóri hefur áhyggjur af tíundu bekkingum og hvaða áhrif skert skólahald mun hafa á þá.

Innlent
Fréttamynd

Sex spurningar til heil­brigðis­ráð­herra

Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að leita skýringa Willums Þórs Þórssonar ráðherra á því hvernig ákvörðun um að herða sóttvarnaráðstafanir stórlega var tekin og hefur sent ráðherra erindi þess efnis.

Skoðun
Fréttamynd

Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skoða fleiri kosti og krefja Willum svara

Félag atvinnurekenda hefur sent Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra erindi þar sem settar eru fram sex spurningar til ráðherra um hvaða valkostir hafi verið til skoðunar áður en tekin var ákvörðun um að herða sóttvarnaaðgerðir stórlega í lok síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Börn upp undir helmingur smitaðra

Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits

Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða

Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Erlent
Fréttamynd

Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu

Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

Hluti nemenda fær að mæta í Seljaskóla á morgun

Seljaskóli opnar aftur á morgun að hluta en tilkynnt var síðastliðinn fimmtudag að skólanum yrði lokað fram á mánudag vegna fjölda kennara og nemenda sem höfðu smitast. Fimm árgangar fá að mæta aftur á morgun en aðrir þurfa að vera heima. Staðan verður metin aftur á morgun.

Innlent