Munið þið eftir kennaraverkfallinu 1995? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 20. janúar 2022 13:00 Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Kosningar 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun