Um frelsi og samstöðu Natan Kolbeinsson skrifar 21. janúar 2022 10:30 Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Natan Kolbeinsson Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun