Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar 26. nóvember 2025 10:30 Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Víðir Reynisson Almannavarnir Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar