Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 23:00 Óskar segir að eftir því sem fleiri sýni séu tekin daglega minnki meðalkostnaður hvers og eins þeirra. Samsett Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. Í upphafi faraldursins fékk heilbrigðisráðuneytið heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til að áætla kostnað við hvert einasta PCR-próf. Þá var gert ráð fyrir að hvert próf myndi kosta ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu. Við þá útreikninga tók heilsugæslan inn í myndina launakostnað, kostnað við húsnæði, og allan búnað sem notaður er við sýnatökur á Suðurlandsbrautinni og á Leifsstöð. Ári síðar var hún aftur fengin til að gera kostnaðarmat. Það var það þá orðið töluvert lægra eða um sjö þúsund krónur á hvert sýni. Og nú virðist komið á daginn að kostnaðurinn sé enn minni, en hversu mikill hann er nákvæmlega er erfitt að festa fingur á. Hvorki ráðuneytið né heilsugæslan eiga nákvæmar tölur yfir heildarkostnað fyrir sýnatökurnar þegar greiningar Landspítala á sýnunum eru teknar með í reikninginn því spítalinn hefur enn ekki tekið saman sinn kostnað við greiningarnar. Þar reiknast inn laun starfsmanna og sérstök hvarfefni sem þarf til greiningarinnar. Í fyrri kostnaðarmötum heilsugæslunnar er þó gert fyrir að hlutur Landspítalans í þessum ellefu þúsundum fyrst og svo sjö þúsundum á sýni sé um fjögur þúsund krónur. Því hefur verið haldið fram reglulega í umræðunni síðustu daga að kostnaður við sýnatökur hlaupi á um 80 til 120 milljónum á dag. Fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar kom fyrst fram með þá útreikninga í opinbera umræðu og hafa þeir orðið mörgum innblástur að hugmyndum um að slíku fjármagni væri betur varið á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru þó útreikningar sem eru miðaðir við að hvert sýni kosti ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu, það er að segja við allra fyrsta kostnaðarmatið sem á alls ekki við stöðuna í dag. Undir þúsund kall á sýni hingað til Ef hlutur Landspítalans er settur til hliðar liggur þetta til dæmis fyrir um sýnatökurnar: Síðustu tvö ár hefur Heilsugæslan eytt rétt tæpum 2,9 milljörðum í sýnatökuverkefnið. Á þeim tíma hafa rúm milljón sýni verið tekin og þá reiknast kostnaður á hvert sýni 2.668 krónur. En á móti þessu kemur að lengst af voru túristar rukkaðir fyrir PCR-próf og tekjur heilsugæslunnar af því hafa verið tæpur 1,9 milljarðar. Og þegar þær tekjur eru teknar með í reikninginn er beinn kostnaður sjálfrar heilsugæslunnar því tæpur milljarður frá upphafi faraldursins og á hvert og eitt sýni ekki nema 895 krónur. Verkefnið orðið margfalt hagkvæmara Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir nokkra þætti útskýra það hve mikið ódýrari sýnin séu í framkvæmd í dag en upprunalega var gert ráð fyrir. Þegar fyrsta kostnaðaráætlun á hvert próf hafi verið gerð hafi verið lítil reynsla á svona sýnatöku. „Þessi hagkvæmni er heldur ódýrari en við reiknuðum með í upphafi og það byggir bæði á því að sýnin eru orðin svo miklu fleiri. Og þegar við erum að kaupa inn hvarfefni eða nýta starfsfólkið okkar þá nýtist það betur bara út af stærðinni eða fjöldanum,“ segir hann. Einnig hafi í upphafi verið reiknað með að allir í verkefninu þyrftu að vera faglærðir. „Svo eru fleiri sýni tekin núna hér á Suðurlandsbrautinni. Hlutfallslega í upphafi var þetta meira í Keflavík þar sem er sólarhringsvakt,“ segir hann. Því hafi auðvitað fylgt meiri launakostnaður í upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Í upphafi faraldursins fékk heilbrigðisráðuneytið heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til að áætla kostnað við hvert einasta PCR-próf. Þá var gert ráð fyrir að hvert próf myndi kosta ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu. Við þá útreikninga tók heilsugæslan inn í myndina launakostnað, kostnað við húsnæði, og allan búnað sem notaður er við sýnatökur á Suðurlandsbrautinni og á Leifsstöð. Ári síðar var hún aftur fengin til að gera kostnaðarmat. Það var það þá orðið töluvert lægra eða um sjö þúsund krónur á hvert sýni. Og nú virðist komið á daginn að kostnaðurinn sé enn minni, en hversu mikill hann er nákvæmlega er erfitt að festa fingur á. Hvorki ráðuneytið né heilsugæslan eiga nákvæmar tölur yfir heildarkostnað fyrir sýnatökurnar þegar greiningar Landspítala á sýnunum eru teknar með í reikninginn því spítalinn hefur enn ekki tekið saman sinn kostnað við greiningarnar. Þar reiknast inn laun starfsmanna og sérstök hvarfefni sem þarf til greiningarinnar. Í fyrri kostnaðarmötum heilsugæslunnar er þó gert fyrir að hlutur Landspítalans í þessum ellefu þúsundum fyrst og svo sjö þúsundum á sýni sé um fjögur þúsund krónur. Því hefur verið haldið fram reglulega í umræðunni síðustu daga að kostnaður við sýnatökur hlaupi á um 80 til 120 milljónum á dag. Fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar kom fyrst fram með þá útreikninga í opinbera umræðu og hafa þeir orðið mörgum innblástur að hugmyndum um að slíku fjármagni væri betur varið á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru þó útreikningar sem eru miðaðir við að hvert sýni kosti ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu, það er að segja við allra fyrsta kostnaðarmatið sem á alls ekki við stöðuna í dag. Undir þúsund kall á sýni hingað til Ef hlutur Landspítalans er settur til hliðar liggur þetta til dæmis fyrir um sýnatökurnar: Síðustu tvö ár hefur Heilsugæslan eytt rétt tæpum 2,9 milljörðum í sýnatökuverkefnið. Á þeim tíma hafa rúm milljón sýni verið tekin og þá reiknast kostnaður á hvert sýni 2.668 krónur. En á móti þessu kemur að lengst af voru túristar rukkaðir fyrir PCR-próf og tekjur heilsugæslunnar af því hafa verið tæpur 1,9 milljarðar. Og þegar þær tekjur eru teknar með í reikninginn er beinn kostnaður sjálfrar heilsugæslunnar því tæpur milljarður frá upphafi faraldursins og á hvert og eitt sýni ekki nema 895 krónur. Verkefnið orðið margfalt hagkvæmara Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir nokkra þætti útskýra það hve mikið ódýrari sýnin séu í framkvæmd í dag en upprunalega var gert ráð fyrir. Þegar fyrsta kostnaðaráætlun á hvert próf hafi verið gerð hafi verið lítil reynsla á svona sýnatöku. „Þessi hagkvæmni er heldur ódýrari en við reiknuðum með í upphafi og það byggir bæði á því að sýnin eru orðin svo miklu fleiri. Og þegar við erum að kaupa inn hvarfefni eða nýta starfsfólkið okkar þá nýtist það betur bara út af stærðinni eða fjöldanum,“ segir hann. Einnig hafi í upphafi verið reiknað með að allir í verkefninu þyrftu að vera faglærðir. „Svo eru fleiri sýni tekin núna hér á Suðurlandsbrautinni. Hlutfallslega í upphafi var þetta meira í Keflavík þar sem er sólarhringsvakt,“ segir hann. Því hafi auðvitað fylgt meiri launakostnaður í upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21