Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 11:38 Bólusetningar grunnskólabarna á aldrinum sex til ellefu ára hófust í Laugardalshöll fyrir um tíu dögum. Byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Byrjað var að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn fædd árið 2016 á mánudaginn og var rætt um að mætingin fyrstu dagana hafi verið eitthvað lakari hjá þeim en hjá eldri börnum í aldurshópnum fimm til ellefu ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.Stöð 2/Sigurjón Ragnheiður Ósk segir að vera kunni að einhverjir foreldrar leikskólabarnanna hafi ekki verið með upplýsingar um bólusetningarnar. „Við treystum svolítið á fjölmiðlana. Heilsugæslan er ekki með sama aðgengi að leikskólunum líkt og í grunnskólunum þar sem skólahjúkrunarfræðingar gátu komið upplýsingum til foreldranna. En þetta hefur gengið ágætlega. Við erum alveg róleg og höfum engar áhyggjur.“ Hún segir að leikskólabörnum verði áfram boðið að mæta með foreldrum í Laugardalshöll næstu vikur, en opið er milli klukkan 10 og 15. Áfram verði boðið upp á sérstök „barnvænni“ rými fyrir bólusetningu yngstu barnanna. „Ameríski draumurinn“ Ragnheiður Ósk segir að annars séu starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á fullu að gefa örvunarskammta. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma til okkar. Þetta hafa verið um tvö þúsund á dag síðustu daga. Við erum ekki endilega að senda út boð, heldur getur fólk mætt með eldra boð eða þá bara kennitöluna sína.“ Bólusett er með bóluefni Pfizer og Moderna, en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu. „Það er alltaf bóluefni að koma til landsins, en við eigum nóg af Moderna. Það er náttúrulega „ameríski draumurinn“,“ segir Ragnheiður. Tilkynnt var fyrr í vikunni að ákveðið hafi verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Kemur tilhögunin til framkvæmda í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. 18. janúar 2022 21:03
Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20. janúar 2022 10:21