Launafólk og kófið Drífa Snædal skrifar 21. janúar 2022 13:30 Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar