Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Viðskipti innlent 29. desember 2020 18:44
Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Enski boltinn 29. desember 2020 18:00
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. Erlent 29. desember 2020 17:36
Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Erlent 29. desember 2020 16:40
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. Innlent 29. desember 2020 16:08
Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga. Erlent 29. desember 2020 16:05
Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. Enski boltinn 29. desember 2020 16:04
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. Viðskipti innlent 29. desember 2020 15:44
Hannes kallar Guðmund Andra og aðra gagnrýnendur Bjarna farísea Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor bregst ókvæða við þeirri gagnrýni sem dynur nú á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Innlent 29. desember 2020 15:38
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. Viðskipti erlent 29. desember 2020 14:47
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Erlent 29. desember 2020 13:31
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29. desember 2020 13:04
Allt bóluefnið fyrir fyrri sprautu forgangshópanna farið frá Distica Sólarhring eftir komu fyrstu skammtanna af Pfizer-bóluefninu til landsins er búið að senda það til heilbrigðisstofnana um allt land. Þetta kemur fram á heimasíðu Distica sem sér um dreifingu bóluefnisins hér á landi. Innlent 29. desember 2020 12:43
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Innlent 29. desember 2020 11:28
„Ár prófrauna, harmleikja og tára“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir kolefnisjafnvægi fyrir árið 2050 helsta baráttumál samtakanna á næsta ári. Heimsmarkmiðin 29. desember 2020 11:20
Sjö greindust innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Innlent 29. desember 2020 10:48
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Innlent 29. desember 2020 10:45
Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. Innlent 29. desember 2020 10:33
Svona var 149. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn mun vera sá 148. í röðinni en fundir hafa verið haldið með reglulegum hætti þetta ár sem senn er á enda. Innlent 29. desember 2020 10:30
Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. Erlent 29. desember 2020 10:06
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Innlent 29. desember 2020 09:40
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. Innlent 29. desember 2020 09:04
Andlát vegna Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Innlent 29. desember 2020 08:46
Halda skrá yfir þá sem neita að láta bólusetja sig Heilbrigðisyfirvöld á Spáni munu halda skrá yfir þá einstaklinga sem neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Skránni verður deilt með öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Erlent 29. desember 2020 07:38
Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Innlent 29. desember 2020 06:51
Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. Lífið 28. desember 2020 23:45
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Innlent 28. desember 2020 23:14
Rússar viðurkenna að mun fleiri séu látnir en áður var haldið fram Rússar hafa viðurkennt að fjöldi látinna af völdum covid-19 í landinu sé sá þriðji mesti í heiminum. Yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr sjúkdómnum, sem eru þrisvar sinnum fleiri en áður hafði verið greint frá. Erlent 28. desember 2020 23:09
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. Innlent 28. desember 2020 20:56
Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. Innlent 28. desember 2020 19:20