Grænland lokað næstu tvær vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 31. desember 2020 06:12 Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Bombardier-vél Flugfélags Íslands sést fyrir framan. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær. Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05