Komandi ár bjartsýni og vonar Hólmfríður Árnadóttir skrifar 30. desember 2020 19:55 Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Félagsmál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar