Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 10:20 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06
Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36