Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Getum enn fengið stóra hópsýkingu

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann hefði verið til í að sjá núllin áfram í kórónuveirusmitum en það sé óraunhæft. Veiran sé enn þarna úti en að veiran sem nú sé að greinast sé sú sama og greindist fyrir rúmri viku og var kennd við H&M.

Innlent
Fréttamynd

Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur.

Erlent
Fréttamynd

Aðstandendur langveikra bólusettir í dag

Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30.

Innlent
Fréttamynd

Flestir hafa kosið að vera grímulausir

Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum Covid-19 um helgina

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina, laugardaginn 22. maí. Hinn látni var á sextugsaldri og var lagður inn fyrir um mánuði síðan. 30 hafa hér með látist af völdum veirunnar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Slakað á grímu­skyldu og sam­komu­tak­mörkunum

Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki fót­bolti né messur vegna smita

Engir fótboltaleikir munu fara fram í Færeyjum í dag og guðsþjónustum hefur verið aflýst vegna fjölda smita sem greindust í gær. Sextán manns greindust með veiruna og hafa ekki fleiri smit greinst á einum degi frá því í desember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Róleg vika í bólusetningum

Það stefnir í rólega viku í bólusetningum hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að 7.700 skammtar af Pfizer verði gefnir á miðvikudag á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi

Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti.

Erlent