Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 18:13 Tilgáta er um að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafði fyrst borist í menn í mögulegum leka á rannsóknarstofu Veirufræðistofnunar Wuhan veturinn 2019. Vísir/EPA Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug. Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira