Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2021 17:01 Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir hættu á að meira atvinnuleysi verði hér á landi en við höfum áður vanist. Brýnt sé að bregðast við. Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. Í skýrslunni sem kom út í dag og heitir, Íslenskur vinnumarkaður 2021, kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu skilji Covid- kreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði. Þannig hafi byrðar samdráttarins dreifst á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum. Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir einkum tvennt koma til. „Annars vegar skammtímaáhrif sem birtast í verulegu tekjufalli atvinnuleitenda eða 37% tekjufalli og hins vegar langtímaáhrif á vinnumarkaði en þar eru ákveðin hættumerki. Ein hættan er að hér verði hærra atvinnuleysisstig eftir krísuna en fyrir og kannski meira en Íslendingar hafa átt að venjast,“ segir Róbert. Háskólamenntuðum á atvinnuleysiskrá hefur fjölgað mikið á síðustu árumVísir Hann segir ýmsar skýringar á því af hverju hætta sé á meira atvinnuleysi eftir faraldurinn en Íslendingar eigi að venjast. „Þetta getur verið samspil ýmissa þátta. Þá af því hvaða atvinna verður til eftir krísu og hvaða hvaða mannauður er til staðar. Þannig að við hjá ASÍ leggjum til tillögur sem geta þá dregið úr þessu ójafnvægi t.d. með bættum úrræðum fyrir atvinnuleitendur, bættum menntunarúrræðum o.s.frv.,“ segir Róbert. Í skýrslunni koma fram átta tillögur sem ASÍ leggur til að stjórnvöld grípi til. Róbert segir brýnt að bregðast við. „Við myndum alla vega vilja sjá stjórnvöld horfa til þessara tillagna nú þegar heildarendurskoðun á atvinnuleysistryggingarkerfinu stendur fyrir dyrum,“ segir hann. Ólíklegt að atvinnulausir hafni vinnu Fram hefur komið að ferðaþjónustunni sárvantar starfsfólk og þrátt fyrir mikið atvinnuleysi sé erfitt að ráða í allar stöður þar. „Það tekjufall sem atvinnuleitendur hafa orðið fyrir bendir til þess að það sé mikill hvati til vinnu hjá atvinnuleitendum. þannig að ég myndi telja ólíklegt að þetta sé eitthvað stórt vandamál á vinnumarkaði þ.e. að fólk á atvinnuleysisskrá þiggi ekki þá vinnu sem því er boðið,“ segir Róbert. ASÍ hefur áhyggjur af miklu langtímaatvinnuleysiVísir Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í skýrslunni sem kom út í dag og heitir, Íslenskur vinnumarkaður 2021, kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu skilji Covid- kreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði. Þannig hafi byrðar samdráttarins dreifst á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum. Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir einkum tvennt koma til. „Annars vegar skammtímaáhrif sem birtast í verulegu tekjufalli atvinnuleitenda eða 37% tekjufalli og hins vegar langtímaáhrif á vinnumarkaði en þar eru ákveðin hættumerki. Ein hættan er að hér verði hærra atvinnuleysisstig eftir krísuna en fyrir og kannski meira en Íslendingar hafa átt að venjast,“ segir Róbert. Háskólamenntuðum á atvinnuleysiskrá hefur fjölgað mikið á síðustu árumVísir Hann segir ýmsar skýringar á því af hverju hætta sé á meira atvinnuleysi eftir faraldurinn en Íslendingar eigi að venjast. „Þetta getur verið samspil ýmissa þátta. Þá af því hvaða atvinna verður til eftir krísu og hvaða hvaða mannauður er til staðar. Þannig að við hjá ASÍ leggjum til tillögur sem geta þá dregið úr þessu ójafnvægi t.d. með bættum úrræðum fyrir atvinnuleitendur, bættum menntunarúrræðum o.s.frv.,“ segir Róbert. Í skýrslunni koma fram átta tillögur sem ASÍ leggur til að stjórnvöld grípi til. Róbert segir brýnt að bregðast við. „Við myndum alla vega vilja sjá stjórnvöld horfa til þessara tillagna nú þegar heildarendurskoðun á atvinnuleysistryggingarkerfinu stendur fyrir dyrum,“ segir hann. Ólíklegt að atvinnulausir hafni vinnu Fram hefur komið að ferðaþjónustunni sárvantar starfsfólk og þrátt fyrir mikið atvinnuleysi sé erfitt að ráða í allar stöður þar. „Það tekjufall sem atvinnuleitendur hafa orðið fyrir bendir til þess að það sé mikill hvati til vinnu hjá atvinnuleitendum. þannig að ég myndi telja ólíklegt að þetta sé eitthvað stórt vandamál á vinnumarkaði þ.e. að fólk á atvinnuleysisskrá þiggi ekki þá vinnu sem því er boðið,“ segir Róbert. ASÍ hefur áhyggjur af miklu langtímaatvinnuleysiVísir
Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01
Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21