Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Tumi þumall og blaður­maðurinn

Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Varðturnarnir á bak og burt

Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið.

Innlent
Fréttamynd

Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Til­laga um að stækka Hótel Flat­ey felld

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

„Dýr­lingurinn“ tekinn úr um­ferð en keyrir enn

Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað þúsund ferða­menn heim­sóttu Jökuls­ár­lón í júlí

Það hefur verið meira en nóg að gera hjá landvörðum á Jökulsárlóni í sumar við að sinna og þjónusta ferðamenn því þangað komu um hundrað þúsund ferðamenn í júlí og reiknað er með svipuðum fjölda nú í ágúst og september. Forvitnir selir á svæðinu vekja alltaf mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyði­lagða“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­menning – hjartað í á­byrgri ferða­þjónustu

Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf í stað sundrungar í ferða­þjónustu

Við þurfum meira samstarf í ferðaþjónustunni, ekki að níða skóinn af hver öðru. Þegar við höfum gagnrýnt stjórnvöld fyrir breytingar á sköttum og gjöldum hefur sú gagnrýni fyrst og fremst snúist um skort á fyrirsjáanleika og samtali.

Umræðan
Fréttamynd

Ferða­þjónusta til fram­tíðar byggir á traustum inn­viðum

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur eflst og þróast hratt á síðasta áratug og er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins. Ytri aðstæður á borð við heimsfaraldur, óvissu í heimsmálum og þróun efnahags og gjaldmiðla hafa ráðið miklu um gang mál en innlendir þjónustuaðilar hafa sýnt seiglu og sveigjanleika og brugðist vel við síbreytilegum aðstæðum.

Umræðan
Fréttamynd

Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum

Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku.

Neytendur
Fréttamynd

Stækka hótelveldið á Suður­landi

Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf.

Viðskipti innlent