Árni Oddur fær samþykkta greiðslustöðvun Hlutabréf í Marel hafa fallið um ríflega sextíu prósent á tveimur árum. Arion banki gerði því veðkall í hlutabréf forstjórans sem hætti í kjölfarið. Hann segir bankann ekki hafa farið að lögum því hann hafi lagt fram nægar tryggingar. Fráfarandi forstjóri hefur nú fengið samþykkta greiðslustöðvun. Viðskipti innlent 8. nóvember 2023 18:38
Marel lækkaði um rúm sex prósent Gengi bréfa í Marel lækkaði um 6,42 prósent í Kauphöllinni í dag. Í gærkvöldi var greint frá því að forstjóri félagsins væri hættur eftir tíu ára starf. Viðskipti innlent 8. nóvember 2023 17:59
Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. Viðskipti innlent 8. nóvember 2023 17:04
Nýr forstjóri með raunhæfari rekstrarmarkmið væri gott skref fyrir Marel Það gæti verið heilladrjúgt fyrir gengisþróun Marels að fá nýjan forstjóra sem setur rekstrarmarkmið sem félagið getur náð. Við það öðlast aftur fjárfestar trú á félaginu, segir greinandi í samtali við Innherja. Innherji 8. nóvember 2023 16:07
Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Viðskipti innlent 8. nóvember 2023 13:01
Marel lækkar um sex prósent í Hollandi eftir að Arion leysti til sín bréf Árna Odds Marel hefur lækkað um ríflega sex prósent í Kauphöllinni í Hollandi í morgun, en um þrjú prósent í íslensku kauphöllinni, eftir að forstjóri fyrirtækisins lét af störfum í kjölfar þess að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel. Innherji 8. nóvember 2023 10:33
Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Viðskipti innlent 8. nóvember 2023 10:09
Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. Viðskipti innlent 7. nóvember 2023 19:46
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Viðskipti innlent 7. nóvember 2023 19:10
Aur gefur út debetkort með endurgreiðslu Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku. Viðskipti innlent 7. nóvember 2023 10:23
Sigríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu. Viðskipti innlent 7. nóvember 2023 09:54
Fjárfestar með „augun á baksýnisspeglinum“ og sjá ekki tækifæri Kviku Fjárfestar eru með „augun á baksýnisspeglinum“ gagnvart Kviku, þar sem þeir horfa framhjá tækifærum til sóknar á bankamarkaði eftir mikla fjárfestingu í fjártæknilausnum, og hratt lækkandi markaðsvirði bankans endurspeglar nú „engan veginn“ undirliggjandi virði í eignum félagsins, að mati vogunarsjóðsstjóra sem hefur byggt upp stöðu í bankanum. Þá segir hann Sýn vera „eitt undirverðlagðasta félagið“ á markaði um þessar mundir og metur mögulegt virði auglýsingamiðla fyrirtækisins á um eða yfir fimm milljarða. Innherji 6. nóvember 2023 18:33
Samskipti skráðra félaga við hluthafa: Vandrataður vegur Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðra og hreinskiptinna samtala á milli stjórnar félags og hluthafa þess. Slík samtöl hafa á undanförnum árum orðið snar þáttur í eigendastefnum fjárfesta, þá sér í lagi stofnanafjárfesta sem kjósa í auknum mæli að beita sér sem virkir hluthafar, auk þess að gagnast stjórnum félaga við að draga fram og öðlast skilning á sjónarmiðum ólíkra hluthafa. Umræðan 6. nóvember 2023 09:00
Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. Innlent 5. nóvember 2023 11:30
Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Viðskipti innlent 4. nóvember 2023 17:49
Sýn og Árvakur hljóta mest Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár. Viðskipti innlent 4. nóvember 2023 14:37
Lífeyrissjóðir „heppilegir sökudólgar“ en eiga ekki að stöðva lækkanir á markaði Lífeyrissjóðir eru oft gagnrýndir fyrir framgöngu sína á hlutabréfamarkaði þegar illa árar. Stjórnendur þeirra segja að þeir séu „heppilegir sökudólgar“. Það séu hátt í 100 milljarðar í stýringu hjá verðbréfasjóðum sem ætti að „duga ágætlega“ til skoðanaskipta. Það sé ekki í verkahring lífeyrissjóða að stöðva lækkanir á markaði. Innherji 4. nóvember 2023 11:00
Síminn sektaður um 76 milljónir Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað símann um 76,5 milljónir. Síminn þótti ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. Síminn mun skjóta málinu til dómstóla Viðskipti innlent 3. nóvember 2023 19:09
Skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta afkomu Kviku af starfseminni í Bretlandi Erfiðar aðstæður á mörkuðum halda áfram að setja mark sitt á afkomu Kviku og minnkuðu tekjur af kjarnarekstri um liðlega 14 prósent á þriðja fjórðungi en framvirka bókin hjá bankanum er „miklu minni“ en áður sem hefur talsverð neikvæð áhrif á tekjumyndun, að sögn bankastjórans. Framlegðin af starfsemi Ortus í Bretlandi, sem hefur valdið vonbrigðum frá kaupunum í ársbyrjun 2022, ætti að halda áfram að batna með væntingum um hækkandi vaxtamun og verið sé að skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta fjármögnunarkostnað félagsins. Innherji 3. nóvember 2023 11:49
Kristján er nýr regluvörður Kviku banka Kristján Valdimarsson hefur verið ráðinn í starf regluvarðar Kviku banka. Kristján tekur við starfinu af Ernu Heiðrúnu Jónsdóttur sem hefur tekið við sem ritari stjórnar bankans og mun starfa á lögfræðisviði. Regluvörður heyrir undir forstjóra bankans. Viðskipti innlent 3. nóvember 2023 09:47
Framlengja tilboðið vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjáls tilboðs í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. Viðskipti innlent 2. nóvember 2023 22:26
Kvika hagnast um tæpa fjóra milljarða Hagnaður Kviku banka fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Heildareignir námu 328 milljörðum og eigið fé samstæðunnar voru 80 milljarðar króna. Viðskipti innlent 2. nóvember 2023 19:45
Verðlagning margra skráðra félaga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“ Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“ Innherji 2. nóvember 2023 18:20
Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. Viðskipti innlent 2. nóvember 2023 15:36
Almenn ánægja með nýju búningana Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í gær. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Lífið 2. nóvember 2023 10:31
Nýr forstöðumaður hjá Arion kemur frá Landsbankanum Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka. Hún kemur til Arion frá Landsbankanum. Viðskipti innlent 2. nóvember 2023 10:20
Nýr fasteignavefur Vísis í loftið Nýr fasteignavefur á Vísi er kominn í loftið en í ár eru fimmtán ár síðan að vefurinn fór fyrst í loftið. Fasteignavefur Vísis er vinsælasti fasteignavefur landsins. Viðskipti innlent 2. nóvember 2023 09:30
Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. Lífið 1. nóvember 2023 20:50
Marel ætti að fara í hlutafjáraukningu til að grynnka á miklum skuldum Hlutabréfaverð Marels rauk upp í byrjun vikunnar eftir að greinendur ING hækkuðu talsvert verðmat sitt á félaginu en þrátt fyrir að uppgjör þriðja fjórðungs hafi verið undir væntingum telja þeir jákvæð teikn á lofti í rekstrinum sem endurspeglist meðal annars í minnkandi kostnaðargrunni. Að sögn hollenska bankans væri skynsamlegt fyrir Marel að ráðast í hlutafjáraukningu í því skyni að minnka óhóflega skuldsetningu félagsins. Innherji 1. nóvember 2023 18:15
Gagnrýnir lífeyrissjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“ Innherji 1. nóvember 2023 15:48