Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 24. febrúar 2025 15:30 Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna. Árið 2022 hófst baráttan þegar hafnarverkamenn áttuðu sig á því að hagsmunir þeirra voru ekki nægilega vel tryggðir í samningum sem Efling hafði gert fyrir þeirra hönd. Þeir töldu sig ekki hafa nægilegt vald til að hafa áhrif á samningaviðræður og ákváðu því að stofna sitt eigið félag. Þetta félag skyldi verða rödd þeirra í samningaviðræðum og tryggja að þeirra sjónarmið væru virt. Árin 2023 og 2024 voru krefjandi fyrir hafnarverkamennina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við Eimskip (SA) og Eflingu (ASI) stóðu þeir frammi fyrir hindrunum. Félagið þeirra var ekki viðurkennt sem lögmætur samningsaðili, og því var þeim neitað um þátttöku í formlegum samningaviðræðum. Í stað þess að láta deigan síga ákváðu hafnarverkamenn að leita réttar síns fyrir félagsdómi. Þar var talað um að forgangsréttarákvæði væri í samningum Eflingar og Eimskips sem gerði það að verkum að aðeins eitt stéttarfélag væri á starfsvæði Eimskips, sem er ekki rétt, því þar má finna VR, Eflingu, Rafiðn og fleiri. Ferlið fyrir félagsdómi hefur reynst langt og snúið. Þrátt fyrir að hafa gert þrjár tilraunir til að fá niðurstöðu hefur málið enn ekki verið leyst. Hins vegar er von á að dómur falli á morgun, sem gæti markað tímamót í baráttu hafnarverkamanna, en það er fjórða tilraun þeirra. Á meðan á þessu ferli stendur hafa hafnarverkamenn haldið uppi samstöðu og baráttuvilja. Þeir hafa staðið saman í mótmælum, skrifað greinar og haldið fundi til að vekja athygli á málstað sínum. Þeir hafa einnig leitað stuðnings frá almenningi og öðrum stéttarfélögum, sem hafa sýnt þeim samstöðu og stuðning. Ef dómurinn fellur þeim í hag á morgun gæti það orðið upphafið að nýjum kafla í sögu hafnarverkamanna. Það myndi ekki aðeins viðurkenna félag þeirra sem lögmætan samningsaðila, heldur einnig styrkja stöðu þeirra í framtíðarsamningaviðræðum. En ef málið fellur ekki með hafnarverkamönnum á morgun má með sanni segja að ekki þýði fyrir verkafólk að stofna stéttarfélag heldur aðeins atvinnurekendur, eins og hefur sýnt sig með SVEIT, sem deilur hafa staðið um núna í nokkrar vikur. Það er von mín og ósk að málið verði félag hafnarverkamanna í vil á morgun og þessi barátta, sem hefur verið undanfarin ár, beri árangur. Þetta myndi sýna atvinnurekendum að félagafrelsi er sannarlega til staðar á Íslandi og að ekki sé hægt að skipa fólki að vera í stéttarfélagi sem hentar vinnuveitendum betur. Hver svo sem niðurstaðan verður, þá mun félag hafnarverkamanna halda baráttunni áfram og greinahöfundur setja inn efni reglulega til að minna vinnuveitendur á þá staðreynd að saman erum við sterk. Höfundur er varaformaður Félags Hafnarverkamanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Kjaramál Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna. Árið 2022 hófst baráttan þegar hafnarverkamenn áttuðu sig á því að hagsmunir þeirra voru ekki nægilega vel tryggðir í samningum sem Efling hafði gert fyrir þeirra hönd. Þeir töldu sig ekki hafa nægilegt vald til að hafa áhrif á samningaviðræður og ákváðu því að stofna sitt eigið félag. Þetta félag skyldi verða rödd þeirra í samningaviðræðum og tryggja að þeirra sjónarmið væru virt. Árin 2023 og 2024 voru krefjandi fyrir hafnarverkamennina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við Eimskip (SA) og Eflingu (ASI) stóðu þeir frammi fyrir hindrunum. Félagið þeirra var ekki viðurkennt sem lögmætur samningsaðili, og því var þeim neitað um þátttöku í formlegum samningaviðræðum. Í stað þess að láta deigan síga ákváðu hafnarverkamenn að leita réttar síns fyrir félagsdómi. Þar var talað um að forgangsréttarákvæði væri í samningum Eflingar og Eimskips sem gerði það að verkum að aðeins eitt stéttarfélag væri á starfsvæði Eimskips, sem er ekki rétt, því þar má finna VR, Eflingu, Rafiðn og fleiri. Ferlið fyrir félagsdómi hefur reynst langt og snúið. Þrátt fyrir að hafa gert þrjár tilraunir til að fá niðurstöðu hefur málið enn ekki verið leyst. Hins vegar er von á að dómur falli á morgun, sem gæti markað tímamót í baráttu hafnarverkamanna, en það er fjórða tilraun þeirra. Á meðan á þessu ferli stendur hafa hafnarverkamenn haldið uppi samstöðu og baráttuvilja. Þeir hafa staðið saman í mótmælum, skrifað greinar og haldið fundi til að vekja athygli á málstað sínum. Þeir hafa einnig leitað stuðnings frá almenningi og öðrum stéttarfélögum, sem hafa sýnt þeim samstöðu og stuðning. Ef dómurinn fellur þeim í hag á morgun gæti það orðið upphafið að nýjum kafla í sögu hafnarverkamanna. Það myndi ekki aðeins viðurkenna félag þeirra sem lögmætan samningsaðila, heldur einnig styrkja stöðu þeirra í framtíðarsamningaviðræðum. En ef málið fellur ekki með hafnarverkamönnum á morgun má með sanni segja að ekki þýði fyrir verkafólk að stofna stéttarfélag heldur aðeins atvinnurekendur, eins og hefur sýnt sig með SVEIT, sem deilur hafa staðið um núna í nokkrar vikur. Það er von mín og ósk að málið verði félag hafnarverkamanna í vil á morgun og þessi barátta, sem hefur verið undanfarin ár, beri árangur. Þetta myndi sýna atvinnurekendum að félagafrelsi er sannarlega til staðar á Íslandi og að ekki sé hægt að skipa fólki að vera í stéttarfélagi sem hentar vinnuveitendum betur. Hver svo sem niðurstaðan verður, þá mun félag hafnarverkamanna halda baráttunni áfram og greinahöfundur setja inn efni reglulega til að minna vinnuveitendur á þá staðreynd að saman erum við sterk. Höfundur er varaformaður Félags Hafnarverkamanna á Íslandi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun