Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2025 16:56 María Björk Einarsdóttir er forstjóri Símans. Síminn Síminn hefur tilkynnt að dómur Hæstaréttar, um 400 milljóna króna stjórnvaldssekt, muni lækka afkomuspá félagsins um sömu upphæð. Dómurinn er sagður valda verulegum vonbrigðum. Hæstiréttur birti í dag dóm í máli milli Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 var staðfest og úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um lækkun sektar var felldur úr gildi. Klofinn Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem og dómi Landsréttar um að ákvörðunin skyldi felld úr gildi og sektaði Símann um 400 milljónir króna. „Síminn telur dóminn veruleg vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að snúið er við bæði dómi Héraðsdóms og Landsréttar sem og að hluta úrskurði áfrýjunarnefndar. Um er að ræða sams konar tilboð og tíðkast hafa á markaði af öðrum félögum sem bundin eru af sömu ákvæðum og Síminn. Fyrir liggur að Síminn heldur ekki á sýningarrétti að ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili og ljóst er að niðurstaða dómsins er fordæmisgefandi um það hvernig unnt er að selja aðgang að ensku úrvalsdeildinni,“ segir í tilkynningu Símans til Kauphallar. Dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á afkomu Símans þar sem sektin verði gjaldfærð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Áður birt EBITDA-spá Símans fyrir árið 2025 hafi verið 7,0 til 7,4 milljarðar króna og EBIT spá 3,6 til 4,0 milljarðar króna. Með tilliti til niðurstöðu Hæstaréttar sé EBITDA-spá Símans 6,6 til 7,0 milljarðar króna og EBIT-spá 3,2 til 3,6 milljarðar króna. Síminn Kauphöllin Samkeppnismál Dómsmál Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Hæstiréttur birti í dag dóm í máli milli Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 var staðfest og úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um lækkun sektar var felldur úr gildi. Klofinn Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem og dómi Landsréttar um að ákvörðunin skyldi felld úr gildi og sektaði Símann um 400 milljónir króna. „Síminn telur dóminn veruleg vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að snúið er við bæði dómi Héraðsdóms og Landsréttar sem og að hluta úrskurði áfrýjunarnefndar. Um er að ræða sams konar tilboð og tíðkast hafa á markaði af öðrum félögum sem bundin eru af sömu ákvæðum og Síminn. Fyrir liggur að Síminn heldur ekki á sýningarrétti að ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili og ljóst er að niðurstaða dómsins er fordæmisgefandi um það hvernig unnt er að selja aðgang að ensku úrvalsdeildinni,“ segir í tilkynningu Símans til Kauphallar. Dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á afkomu Símans þar sem sektin verði gjaldfærð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Áður birt EBITDA-spá Símans fyrir árið 2025 hafi verið 7,0 til 7,4 milljarðar króna og EBIT spá 3,6 til 4,0 milljarðar króna. Með tilliti til niðurstöðu Hæstaréttar sé EBITDA-spá Símans 6,6 til 7,0 milljarðar króna og EBIT-spá 3,2 til 3,6 milljarðar króna.
Síminn Kauphöllin Samkeppnismál Dómsmál Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira