Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lands­bankinn og Arion lækka vexti

Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní.

Neytendur
Fréttamynd

Í­búar Austur-Grænlands mót­mæltu ein­angrun og pólitísku af­skipta­leysi

Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Burðar­dýr í flug­vél Play „fríkaði út“

Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Kvika að fara í fyrstu skulda­bréfaút­gáfuna í evrum upp á þrjá­tíu milljarða

Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar.

Innherji
Fréttamynd

„Vinnu­brögð sem maður er ekki vanur“

Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Þor­valdur í Síld og fisk varð ör­laga­valdur Loft­leiða

Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Controlant sér fram á að skila arð­semi í árs­lok eftir stórar hag­ræðingarað­gerðir

Tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur þurft að ráðast í miklar hagræðingaraðgerðir síðustu misseri vegna rekstrarerfiðleika, telur að kjarnatekjur félagsins muni aukast um tugi prósenta á þessu ári og markmiðið er sett á að reksturinn verði farinn að skila hagnaði undir árslok 2025. Tveir stærstu hluthafar Controlant eru núna lífeyrissjóðir, samanlagt með yfir fimmtungshlut, en þeir voru varðir gagnvart þynningu á eignarhlut sínum þegar félagið kláraði um fimm milljarða króna fjármögnun seint á liðnu ári.

Innherji
Fréttamynd

Metþát­taka al­mennings í út­boði Ís­lands­banka lyftir upp öllum markaðinum

Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til.

Innherji
Fréttamynd

Himin­lifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi.

Viðskipti innlent