Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Alcoa Fjarðaál hefur ákveðið að fella niður skaðabótamál sitt gegn Eimskip sem taka á fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur næsta þriðjudag. Alcoa hafði krafist rúmlega þriggja milljarða vegna tjóns af völdum samráðs Eimskipa og Samskipa á árunum 2008 til 2013. Viðskipti innlent 23.5.2025 22:44
Landsbankinn og Arion lækka vexti Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní. Neytendur 23.5.2025 17:34
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. Viðskipti innlent 23.5.2025 16:04
Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Innherji 22.5.2025 16:47
Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21. maí 2025 23:44
Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent 21. maí 2025 09:07
Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Viðskipti innlent 21. maí 2025 08:33
Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis. Innlent 20. maí 2025 15:55
Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Viðskipti innlent 19. maí 2025 20:25
Kvika að fara í fyrstu skuldabréfaútgáfuna í evrum upp á þrjátíu milljarða Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar. Innherji 19. maí 2025 13:38
„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Innlent 19. maí 2025 11:19
Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð. Lífið 19. maí 2025 10:43
Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi. Viðskipti innlent 19. maí 2025 07:33
Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins. Innlent 18. maí 2025 06:48
Controlant sér fram á að skila arðsemi í árslok eftir stórar hagræðingaraðgerðir Tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur þurft að ráðast í miklar hagræðingaraðgerðir síðustu misseri vegna rekstrarerfiðleika, telur að kjarnatekjur félagsins muni aukast um tugi prósenta á þessu ári og markmiðið er sett á að reksturinn verði farinn að skila hagnaði undir árslok 2025. Tveir stærstu hluthafar Controlant eru núna lífeyrissjóðir, samanlagt með yfir fimmtungshlut, en þeir voru varðir gagnvart þynningu á eignarhlut sínum þegar félagið kláraði um fimm milljarða króna fjármögnun seint á liðnu ári. Innherji 17. maí 2025 13:26
Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Viðskipti innlent 16. maí 2025 19:00
Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. Innherji 16. maí 2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Viðskipti innlent 16. maí 2025 12:01
„Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. Innlent 16. maí 2025 11:19
Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Reitir hafa gengið til samninga við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Fasteignin hýsti áður höfuðstöðvar Icelandair. Viðskipti innlent 16. maí 2025 10:31
Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Tilboð í tilboðsbók A í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka námu 88,2 milljörðum króna. Þau bárust frá 31.274 einstaklingum. Viðskipti innlent 16. maí 2025 09:50
„Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. Viðskipti innlent 15. maí 2025 23:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15. maí 2025 22:20
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Viðskipti innlent 15. maí 2025 19:20
Friðrik ráðinn í nýtt starf stefnumótunar hjá fasteignafélaginu Eik Friðrik Ársælsson, sem hefur stýrt lögfræðiráðgjöf Arion undanfarin ár, er að láta þar af störfum og mun taka við nýju starfi stefnumótunar á skrifstofu forstjóra hjá Eik fasteignafélagi. Innherji 15. maí 2025 17:34