Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 19:26 Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð Arion banka um samrunaviðræður bankanna tveggja. Samsett Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð um samrunaviðræður við Arion banka. Stjórn bankans þakkar Arion fyrir áhugann á samruna og segist taka undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar. Þar segir að stjórn Íslandsbanka hf. hafi borist bréf frá bankastjóra og stjórnarformanni Arion banka hf. þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem óskað var eftir því að bankarnir hæfu samrunaviðræður. „Stjórn Íslandsbanka hefur fjallað vandlega um málið og eftir ítarlega yfirferð og greiningu er það niðurstaða stjórnar bankans að hefja ekki samrunaviðræður við Arion,“ segir í tilkynningunni. Þá þakkar stjórn bankans Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka. „Íslandsbanki hefur markað sér mjög skýra stefnu þar sem áhersla er lögð á arðsemi, framsækni, þjónustu og upplifun viðskiptavina. Bankinn hefur horft til raunhæfra innri og ytri vaxtartækifæra sem styðja við stefnu bankans. Hjá Íslandsbanka er stöðugt unnið að aukinni skilvirkni og hagræðingu, sem mun skila sér til viðskiptavina og hluthafa bankans. Eigið fé bankans er töluvert umfram markmið, sem gefur tækifæri til arðbærs vaxtar. Enn fremur telur stjórn bankans það vera mikið hagsmunamál fyrir alla hluthafa Íslandsbanka að söluferli á eignarhlut ríkisins í bankanum gangi greiðlega fyrir sig,“ segir í tilkynningunni. Taka undir sjónarmið Arion Stjórnin tekur undir ýmis sjónarmið í bréfi Arion um mögulegt hagræði sem gæti hlotist af samrunum á innlendum bankamarkaði og að lækka megi kostnað með auknu samstarfi um innviði bankaþjónustu, lægri sköttum og hóflegum eiginfjárkröfum. „Hins vegar er það mat stjórnar Íslandsbanka að mjög ólíklegt sé að sá samruni sem stjórn Arion leggur til fáist samþykktur af Samkeppniseftirlitinu við núverandi aðstæður nema gegn ströngum og afar íþyngjandi skilyrðum,“ segir síðan í tilkynningunni. Loks segir í tilkynningunni að Íslandsbanki muni leita eftir samtali við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og aðra hagsmunaaðila um það hvernig auka megi samstarf um innviði fjármálakerfisins í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa og á sama tíma efla samkeppni á fjármálamarkaði. Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar. Þar segir að stjórn Íslandsbanka hf. hafi borist bréf frá bankastjóra og stjórnarformanni Arion banka hf. þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem óskað var eftir því að bankarnir hæfu samrunaviðræður. „Stjórn Íslandsbanka hefur fjallað vandlega um málið og eftir ítarlega yfirferð og greiningu er það niðurstaða stjórnar bankans að hefja ekki samrunaviðræður við Arion,“ segir í tilkynningunni. Þá þakkar stjórn bankans Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka. „Íslandsbanki hefur markað sér mjög skýra stefnu þar sem áhersla er lögð á arðsemi, framsækni, þjónustu og upplifun viðskiptavina. Bankinn hefur horft til raunhæfra innri og ytri vaxtartækifæra sem styðja við stefnu bankans. Hjá Íslandsbanka er stöðugt unnið að aukinni skilvirkni og hagræðingu, sem mun skila sér til viðskiptavina og hluthafa bankans. Eigið fé bankans er töluvert umfram markmið, sem gefur tækifæri til arðbærs vaxtar. Enn fremur telur stjórn bankans það vera mikið hagsmunamál fyrir alla hluthafa Íslandsbanka að söluferli á eignarhlut ríkisins í bankanum gangi greiðlega fyrir sig,“ segir í tilkynningunni. Taka undir sjónarmið Arion Stjórnin tekur undir ýmis sjónarmið í bréfi Arion um mögulegt hagræði sem gæti hlotist af samrunum á innlendum bankamarkaði og að lækka megi kostnað með auknu samstarfi um innviði bankaþjónustu, lægri sköttum og hóflegum eiginfjárkröfum. „Hins vegar er það mat stjórnar Íslandsbanka að mjög ólíklegt sé að sá samruni sem stjórn Arion leggur til fáist samþykktur af Samkeppniseftirlitinu við núverandi aðstæður nema gegn ströngum og afar íþyngjandi skilyrðum,“ segir síðan í tilkynningunni. Loks segir í tilkynningunni að Íslandsbanki muni leita eftir samtali við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og aðra hagsmunaaðila um það hvernig auka megi samstarf um innviði fjármálakerfisins í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa og á sama tíma efla samkeppni á fjármálamarkaði.
Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira