Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 26. febrúar 2025 14:00 Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun