

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.
Dóra Júlía Agnarsdóttir ætlar að vera með sérstakan jólaþátt á aðfangadag á FM957 og á gamlársdag gerir hún upp árið í tónlist í sérstökum áramótaþætti af Íslenska listanum.
Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin.
Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum.
Sóli Hólm og Eva Laufey stíga á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í kvöld sem gengur undir nafninu Vertu með okkur um jólin.
Jakob Jakobsson á Jómfrúnni er einn þeirra veitingamanna sem fékk undanþágu frá hertum takmörkunum í dag. Hann segir málið ekki snúast um tekjutap heldur að hann hafi ekki viljað vísa kúnnum á dyr á Þorláksmessu.
Á morgun er þorláksmessa og flestir alveg að fara að komast í jólafrí. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.
Vísir birtir hér með glænýjan bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hér er um mikilvægasta lista ársins því hann tekur til bóksölu á flestum útsölustöðum landsins á tímabilinu 14. til 20. desember.
Í dag fer af stað nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi, Eldað af ást. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og fyrsta uppskriftin sem hún sýnir er girnilegur eftirréttur sem hún kallar Kalorínur.
Stúfur mælist nú í fyrsta sinn vinsælasti jólasveinninn í könnunum MMR, en fyrirtækið hefur kannað afstöðu landsmanna til bræðranna frá árinu 2015. Þvörusleikir nýtur minnstrar hylli.
Bókaflokkurinn Lára og Ljónsi eftir Birgittu Haukdal nýtur mikilla vinsælda
Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.
Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson hefur átt ótrúlega gott ár. Hann keppti á Ólympíumóti fatlaða í Tókýó, setti heimsmet í Laugardalnum og gaf út lagið Vindurinn vor með Ivu Marín Adrichem.
Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu.
Jólagjafakaupin klárast á einu bretti í Vogue fyrir heimilið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eyðir jólunum á þinginu þar sem hún vinnur hörðum höndum að því að búa til nýtt ráðuneyti. Hún ætlar þó líka að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir að vera ekki mjög íhaldssöm þegar kemur að jólunum, á hún þó nokkrar hefðir eins og að kaupa furu, baka sörur með vinkonunum og fara á Jómfrúna í desember.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum og öðrum mannfögnuðum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin.
Nokkurs konar Air Fryer æði hefur gripið um sig hér á landi að sögn vörustjóra Elko. Tækið er meira og minna uppselt og verður í mörgum jólapökkum.
Nú eru jólin handan við hornið. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.
Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að fella niður fyrirhugað jólaboð sitt á aðfangadag í ljósi stöðu kórónufaraldursins. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu boðað komu sína, þar af um 150 börn.
„Jæja kæru vinir nú er jólafrí, skundum heim í fílinginn og treystum því að allt fari vel og amma fái að kíkja í heimsókn. Sóttkví, grímur, skólabækur, fjas og fár, skelltu þér í Covid-test og vertu klár fyrir jólaboð, áramótapartý og gleði.“
Einn frægasti köttur landsins, hinn eini sanni Hr. Baktus, landaði nýverið hlutverki spjallkisans Njáls í jólamyndbandi Póstsins.
Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld.
Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er á fullu að æfa fjölskylduleikritið Langelstur að eilífu þessa dagana. Hún er í sóttkví í augnablikinu og óskar þess heitast að greinast ekki með Covid fyrir jól. Heimagerðar jólagjafir eru í uppáhaldi hjá Júlíönu.
Hátíðirnar geta verið tími gleði, hláturs, eftirvæntingar og hefða sem vekja hjá okkur hugljúfar minningar með ástvinum okkar. Jólatónlist, jólatré, gjafir, spil, góður matur og dýrmætar samverustundir með fjölskyldu og vinum.
Matvælastofnun minnir landsmenn á að huga að hreinlæti, kælingu og réttri hitun matvæla um jólin til að koma í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
„Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“
Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum.
Nú er biðin svo sannarlega að styttast. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.
Tóbaksverslunin Björkin er aftur farin að selja vindla eftir rúmlega hálfs árs hlé. Margir hafa velt fyrir sér hvort verslunin sé að loka dyrum sínum endanlega eftir 94 ára rekstur en eigandinn segir að svo sé ekki þó breytingar á rekstrinum séu væntanlegar á næsta ári.