Brjálað að gera í des? Friðrik Agni Árnason skrifar 1. desember 2022 08:30 Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Jól Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar