Cronenberg í krísu? A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Gagnrýni 13. febrúar 2012 12:30
Snerting úr annarri vídd Kristín Ómarsdóttir er einstök í röðum íslenskra rithöfunda. Hugarheimur hennar er ferskur og skemmtilega öðruvísi og hún kemur á óvart með hverri nýrri bók. Við tilheyrum sama myrkrinu samanstendur af sex smásögum um vináttu þokkadísanna Marilyn Monroe og Gretu Garbo auk eins ljóðs um amerísku móðurina sem lagt er í munn, eða öllu heldur penna, Marilyn. Gagnrýni 10. febrúar 2012 06:00
Hvað getum við gert? Hárbeitt og ögrandi samtímalist spænska listamannsins Santiago Sierra grípur áhorfandann heljartökum. Ádeiluefni listamannsins er ekki síður að finna hér á landi en á alþjóðavettvangi. Sýningin í heild er frábært dæmi um pólitískan slagkraft listarinnar. Hún er meira við hæfi unglinga og fullorðinna en ungra barna. Gagnrýni 9. febrúar 2012 21:00
Vel heppnuð endurkoma Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér. Gagnrýni 8. febrúar 2012 20:00
Stutt og laggott Þessi rétt rúmlega 80 mínútna mynd nær að gera heilmikið á stuttum tíma. Klippingin er til fyrirmyndar og mögulegur langdreginn óþarfi hefur allur endað í ruslinu. Brellurnar eru ágætar en fyrst og fremst er það þétt og fjörugt handrit sem gerir Chronicle að því sem hún er. Gagnrýni 8. febrúar 2012 14:00
Sjaldan fellur eplið ... Feðgarnir Herbert og Svanur með fína poppplötu. Tónlistin byggir á sama grunni og plötur Herberts frá níunda áratugnum, þó að hljómurinn hafi verið uppfærður. Svanur hefur greinilega fengið tónlistarhæfileikana frá föður sínum. Hann sýnir það hér að hann er bæði góður söngvari og ágætur höfundur. Gagnrýni 7. febrúar 2012 10:45
Í guðanna bænum! War Horse er snotur en alveg innantóm. Kvikmyndir fyrir börn eru af hinu góða en barnaleg kvikmyndagerð er það ekki. Steven Spielberg er þekktasti núlifandi kvikmyndaleikstjóri heims og hans bestu myndir eru sannkallaðar perlur. Af hverju gerir hann ekki merkilegri hluti en þetta? Gagnrýni 6. febrúar 2012 20:00
Grænland stöðvar tímann Klúður frá A til Ö. Það góða er þó það að Grænlendingar munu ekki eiga í neinum vandræðum með að toppa þetta. Því miður Grænland, en Qaqqat Alanngui er langdregnari og minna spennandi en suðuþvotturinn minn. Gagnrýni 6. febrúar 2012 10:00
Poppað en kraftmikið Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega. Gagnrýni 3. febrúar 2012 20:00
Fjör á fjöllum Sem spennumynd virkar The Grey fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum. Gagnrýni 3. febrúar 2012 12:00
Eins og hungraðar rottur í búri Öreigarnir í Lódz er stórvel unnin og áhrifamikil skáldsaga sem nístir lesanda inn að hjartarótum. Þetta er ekki auðveld bók aflestrar, veldur ógleði bæði í bókstaflegri og bókmenntalegri merkingu, en engum blöðum er um það að fletta að hér er á ferð eitt mesta stórvirki í norrænum bókmenntum síðari ára. Gagnrýni 2. febrúar 2012 11:00
Heimurinn sem safngripur Áhugaverð og vel unnin einkasýning eins okkar fremstu listamanna. Sýningin í heild er helst til áhrifalítil en innan hennar gera smærri atriði heildina eftirminnilegri. Gagnrýni 31. janúar 2012 14:00
Skipulagt og fókuserað Ánægjulegt er því að segja frá því að raftónleikar á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið fóru ágætlega fram. Þeir voru ekki of langir, níu verk á efnisskránni voru flest bæði stutt og hnitmiðuð. Nokkrir gerningar sköpuðu einnig skemmtilegt andrúmsloft. Gagnrýni 31. janúar 2012 06:00
Loðnar nótur Ég veit ekki hvort það var salurinn, flygillinn eða tækni píanóleikarans. En það var eitthvað sem ekki virkaði. Tinna Þorsteinsdóttir frumflutti nokkrar píanótónsmíðar á Myrkum músíkdögum á laugardaginn. Tónleikarnir voru í Norðurljósum í Hörpu, sal sem er með mjög sveigjanlegan hljómburð. Mér sýndist flygillinn ekki vera í fullri stærð, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt í sal af minni gerðinni. En í þetta sinn var hljómurinn ekki nógu magnaður fyrir sum verkanna á efnisskránni. Kannski var hljómburðurinn ekki rétt stilltur. Gagnrýni 30. janúar 2012 21:00
Konan sem syngur Einstaklega vel gerð, nýstárleg og spennandi sýning. Leikarar stóðu sig allir með prýði.Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir og er handbragð hans mjög sýnilegt. Sagan um systkinin og leit þeirra fer fram í magnaðri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, sem er svo heillandi og sterk að hún ein og sér lyftir frásögninni í hæðir. Gagnrýni 30. janúar 2012 14:00
Stórkostlegt sjónarspil Niðurstaða: Ein allra besta mynd síðasta árs og nýtur sín best í kvikmyndahúsi. Nú er tækifærið. Ekki gera ekki neitt. Gagnrýni 28. janúar 2012 06:00
Eastwood án ástríðu Niðurstaða: Óttalega bitlaust og klént. Lestu frekar um J. Edgar Hoover á Wikipedia. Gagnrýni 25. janúar 2012 06:00
Góðir straumar frá Toscana Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Gagnrýni 23. janúar 2012 17:00
Fjandinn hirði paradís Það er eitthvað ákaflega fallegt og einlægt við The Descendants. Gamla tuggan um að lífið sé hverfult á alltaf við, en Payne heldur því fram að aldrei sé neitt of seint. Hvort sem þú þarft að byrja að ala upp börnin þín, segja deyjandi ástvini eitthvað eða að læra að meta fegurð umfram fé. Gagnrýni 22. janúar 2012 08:00
Sjötíu laga ofurpakki Valgeirs Öll þekktustu lög Valgeirs Guðjónssonar í þreföldum afmælispakka. Næsta pottþéttur sjötíu laga popppakki. Gagnrýni 21. janúar 2012 17:00
Ástir og örlög í amerískum stíl Ófrumleg unglingabók, einkum byggð á klisjum úr amerískum kvikmyndum. Engu líkara en að höfundunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði. Gagnrýni 19. janúar 2012 09:00
Ryðguð járnfrú Ágæt hugmynd en útfærslunni er ábótavant. Streep gerir áhorfið þó vel þess virði. Gagnrýni 18. janúar 2012 20:00
Landið, fólkið, tungan og tæknin Blanda af þjóðlegum fróðleik og minningabrotum úr heimi barns á öndverðri síðustu öld. Gullaldartexti sem ætti að vera skyldulesning. Gagnrýni 18. janúar 2012 12:00
Hin flöktandi stjarna Myndin er afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar. Gagnrýni 17. janúar 2012 17:00
Glæsileg umgjörð Fanný og Alexander er glæsileg þriggja tíma afþreying sem óhætt er að mæla með. Gagnrýni 17. janúar 2012 11:00
Hvor var Axlar-Björn? Frumsýning á miðvikudegi, öll sæti skipuð og eftirvænting í salnum. Eitthvað íslenskt, eitthvað nýtt og svo auðvitað Helgi Björns. Gagnrýni 16. janúar 2012 20:00
Hressileg saga fyrir fróðleiksfúsa krakka Náttúrugripasafnið er fantasía þar sem dvergar leika lausum hala, forsögulegur maður vaknar til lífsins, beinagrind löngu látinnar stúlku á safni tekur til sinna ráða og kettir hugsa líkt og menn. Gagnrýni 16. janúar 2012 13:00
Klassískt og kraftmikið Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur. Gagnrýni 15. janúar 2012 20:00
Ljúf og heimilisleg afurð Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson, sá afbragðsflinki og blæbrigðaríki söngvari, og Björgvin Ívar Guðmundsson, úr gæðasveitinni Lifun og fleiri böndum, kynntu dúettinn Elda og þessa fínu plötu sem hliðarverkefni samhliða öðrum störfum fyrir jólin, sem sýnir sig kannski helst í því að hvorki er verið að finna upp hjólið né reyna of mikið á þolgæði þess. Gagnrýni 15. janúar 2012 08:00
Margræðar myndir Vandað val kyrralífsmynda skapar margræða og fallega sýningu og minnir á þá margvíslegu möguleika sem felast í íslenskri myndlistarsögu. Margræð sýning Hörpu Björnsdóttur gefur áhorfandanum rými til umhugsunar. Gagnrýni 13. janúar 2012 15:30