Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:02 Kara segir heimilið vera staður þar sem hún nær að slaka á, hennar griðarstaður. Ljósmynd/Anton Brink Á fallegu listaheimili við Vesturgötu í Reykjavík búa þau Kara Hergils, framleiðandi hjá Íslenska dansflokknum, og eiginmaður hennar, Owen Fiene, ljósmyndari og leikmunastjóri, ásamt börnum sínum tveimur. Heimili fjölskyldunnar ber með sér sögur og minningar þar má finna muni sem þau hafa erft, keypt úr bíómyndaleikmyndum, hér heima og á ferðalögum um heiminn. Kara og Owen hafa gaman af því að blanda saman ólíkum stílum og skapa þannig hlýlegt og persónulegt heimili. Íbúðin er 120 fermetrar að stærð á annarri hæð í húsi sem var reist árið 1986. Húsið er hluti af viðbyggingu við gamla fiskvinnslu á Vesturgötunni sem var teiknað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem einnig teiknaði Perluna. Kara hóf stöf hjá Íslenska dansflokknum í haust.Sunna Ben. Kara vinnur að sýningunni Flóðreka eftir Aðalheiði Halldórsdóttur og Jónsa úr Sigur Rós. Verkið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina og er innblásið af sýningunni Flóð eftir Jónsa, sem sýnd var í Hafnarhúsinu í fyrra. Dansarar í sýningunni Flóðreka.Ljósmynd/Björgvin Sigurðarson Innlit er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kíkja í heimsókn til fólks og fyrirtækja úr ólíkum kimum þjóðfélagsins og sjá hvernig umhverfi þeirra endurspeglar lífsstíl, áhugamál og starfsemi. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@syn.is. Óhindrað sjávarútsýni Hvenær fluttuð þið inn?Við fluttum hingað inn fyrir rúmlega tveimur árum, sumarið 2023. Áður bjuggum við í einstaklega sjarmerandi hæð við Hringbraut. Við vorum búin að leita lengi að stærra húsnæði í hverfinu, en fjögurra herbergja íbúðir í Vesturbænum eru mjög umsettar. Fóruð þið í einhverjar framkvæmdir við heimilið?Við höfum ekki gert mikið enn en við tókum niður nokkra veggi sem hindruðu útsýnið. Við erum svo heppin að eiga þetta æðislega útsýni út á sjó og yfir Snæfellsjökul og okkur fannst algjör synd að loka fyrir það. Þegar við fengum lyklana að íbúðinni vorum við búnar að taka niður veggina innan klukkutíma. Heimili fjölskyldunnar er hlýlegt og fallega innréttað.Ljósmynd/Anton Brink Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég veit það hreinlega ekki alveg, heimilið mitt er hlýtt, persónulegt og „eclectic“. Mér finnst gaman að hafa fínt í kringum mig, en fallegir hlutir geta komið úr öllum áttum. Sumir af ótrúlegustu fjársjóðunum hafa til dæmis komið úr geymslunni hjá mömmu og pabba. Hvað gerir hús að heimili?Fyrir mér er heimilið staður þar sem ég næ að slaka á, griðarstaður. Mér finnst ótrúlega gaman að bjóða fólki í heimsókn og í mat, og mér finnst mikilvægt að heimilið sé þannig að gestum líði vel, geti lagst í sófann eða sett á vínylplötu og látið fara vel um sig. Köru finnst mikilvægt að heimilið sé þannig að gestum líði vel, geti lagst í sófann eða sett á vínylplötu og látið fara vel um sig.Ljósmynd/Anton Brink Hvernig myndir þú lýsa stemningunni á heimilinu?Stemningin á heimilinu er góð! Ég á tvö mjög lifandi og hress börn sem sjá til þess að það sé alltaf mikið stuð, dóttir mín er alltaf dansandi og strákurinn minn er í því að hoppa af öllum húsgögnunum. Maðurinn minn vill alltaf hafa góða tónlist í fóninum, svo yfirleitt ríkir mikil stemning heima. Ég sjálf er aðeins rólegri þegar ég kem heim eftir daginn. Ég elska að kveikja á mörgum kertum. Ég elska líka að elda, svo ég er oft að spila einhverja mjög þægilega dinner-tónlist inni í eldhúsi. Ert þú og maki þinn sammála þegar það kemur að því að innrétta heimilið?Yfirleitt erum við mjög samstíga, en við erum líka dugleg að hafna hugmyndum hvors annars. Maðurinn minn kom reyndar heim með „medieval“ gangaborð um daginn, sem hafði verið notað sem props í sjónvarpsþáttum. Ég var ekki alveg viss í fyrstu, en núna finnst mér það bara hafa mikinn karakter og vera mjög skemmtilegt. Smekklegar konur í fjölskyldunni Ef þú ættir annan stíl en þinn eigin, hvernig væri hann? Líklega svona Scandi-minimalískur. Mér finnst mörg heimili í Danmörku mjög falleg. Ef ég ætti íbúð með alvöru trjáspýtum á gólfi, þá held ég að ég myndi innrétta hana svolítið öðruvísi. En mér finnst líka mjög gaman að breyta til reglulega, húsgögn mega koma og fara, eins og tímabil í lífi manns. Heimilið er prýtt fallegum munum með sögu sem hafa oft verið ferjaðar milli landa.Ljósmynd/Anton Brink Hvaðan sækir þú helst innblástur?Allar konurnar í fjölskyldunni minni eru mjög smekklegar og mamma er algjör fagurkeri. Ég held ég hafi oft smitast af þeirra auga og stíl. Hvaða rými finnst þér skemmtilegast að vinna með? Það er ekkert eitt sem mér finnst skemmtilegra en annað, en á sumrin finnst mér æði að nostra við svalirnar. Hefur stíllinn þinn þróast með árunum? Já, mér þykir alltaf meira og meira skemmtilegt að hafa fjölbreytta muni í kringum mig. Munir með sögu og minningum þeim tengdum. Að dröslast með einhverja lampa og smámuni á milli heimshluta til dæmis. Kara segir ekki hugsa mikið um heildarmyndina þegar það kemur að því að innrétta heimilið.Ljósmynd/Anton Brink Hvar eyðir þú mestum tíma á heimilinu? Ég elska að elda þannig ég er mikið inni í eldhúsi, en svo finnst mér rúmið mitt líka algjört himnaríki á jörðu. Svo eru baksvalirnar líka þær sólríkustu sem finnast í bænum þannig góðan hluta árs er það minn uppáhaldsstaður. Hugarðu að heildarmyndinni á heimilinu eða hefur hvert rými sinn stíl? Nei, ég hugsa ekki mikið um heildarmyndina. Leyfi bara því sem vill verða í hverju rými að vera svo. Eru einhverjar breytingar sem þig dreymir um að gera? Ójá, svo margt! Næsta framkvæmd verður að skipta út öllu gólfefni. Þá langar mig einnig að breyta töluvert inni í eldhúsinu, skipta út flísum á veggjum, mig dreymir um grænar flísar, skipta út borðplötu og loftljósum víða. Svo er komið að því að taka bæði barnaherbergin í gegn. Börnin stækka svo hratt að þau þurfa nú rými sem henta þeim betur. Dreymir um lítið hús í ítalskri sveit Er heimilið þitt alltaf í röð og reglu? Nei, ég get ekki sagt það. Mér líður ekki sérstaklega vel með óreiðu í kringum mig. En ég á tvö börn, og þeim fylgja vinir, áhugamál, föt og svo mikið dót að stundum er ótrúlegt hvað það safnast mikið. En ég reyni að halda heimilinu í þokkalegu standi að jafnaði. Nýir og notaðir hlutir mætast á heillandi máta á heimili fjölskyldunnar.Ljósmynd/Anton Brink Velur þú helst nýtt eða notað þegar kemur að húsgögnum og innanstokksmunum? Það er allur gangur á því. Rúm og sófa kaupi ég ekki notað. En aðrar mublur og muni hef ég sankað að mér með ýmsum hætti. Hvað skiptir þig meira máli: þægindi eða notagildi? Bara bæði í bland. Hvernig lítur draumaheimilið þitt út? Draumaheimilið mitt en lítið hús í ítalskri smásveit þar sem gengið er beint úr á terracotta flísalagða verönd með eldofni og góðum garði þar sem ólívutré og sítrónutré vaxa. Annars er eitt hérna hús á Vesturgötunni sem ég trúi því að einn daginn verði mitt. Náttúrulegur efniviður og mjúkir litir eru allsráðandi á heimilinu.Ljósmynd/Anton Brink Ertu með eitthvað gott heimilisráð?Bara ráð sem mamma gaf mér þegar ég fór að búa; að splæsa í allt það sem gerir heimilislífið auðveldara. Að eiga góða uppþvottavél, góða ryksugu, góða þvottavél og þurrkara og annað slíkt. Trúir þú því að heimilið endurspegli þá sem búa þar? Já, ætli það ekki. Hver er uppáhalds húsbúnaðarverslunin þín?Fakó er líklega mín uppáhaldsbúð og ég versla mikið þar og líka í Tekk. Mér þykir líka Heimili og Hugmyndir vera mjög smekkleg búð. Svo hefur Góði hirðirinn oft verið að gefa líka! Náttúrulegur efniviður og keramík Hvaða hlut eða húsgagn þykir þér vænst um – og hvers vegna?Mér þykir mjög vænt um þetta tekk-borð sem við notum sem skrifborð núna. Þetta er borð ömmu minnar, Þórhildar, sem verður 108 ára núna í desember. Hún flutti úr húsinu sínu í Jöldugróf í Covid, húsi sem hún og afi byggðu. Síðan ég man eftir mér var amma með kökuboð alla laugardaga, þar sem móðurfjölskylda mín sat saman við þetta borð allar helgar. Borðið flakkar nú aðeins á milli okkar í fjölskyldunni en ég er með það í fóstri núna og mér þykir afar vænt um það. Borðstofuborðið er mér líka mjög kært. Það kom frá bróður mínum og mágkonu, en litli frændi minn, sem er nú fallinn frá, hjálpaði mér að pússa það upp og nostra við það með okkur. Ég mun aldrei láta þetta borð frá mér. Borðstofuborðið er hlutur sem Kara mun seint láta frá sér þar sem hún pússaði það upp með frænda sínum sem er fallinn frá.Ljósmynd/Anton Brink Hvað var fyrsti hluturinn sem þú keyptir og átt enn? Guð, ég man það ekki alveg, en ég á svo fallegt postulínsstell sem ég fékk frá afasystur minni úr föðurfjölskyldunni. Það hefur verið með mér síðan ég byrjaði að búa. Hvaða hlutur eða gripur hefur persónulega þýðingu fyrir þig?Ég á dálítið mikið af keramikmunum sem fólk sem mér þykir mjög vænt um hefur gert fyrir mig. Ég elska líka alla hluti sem ég og maðurinn minn höfum keypt okkur á ferðalögum okkar, og silfrið frá ömmu minni í Danmörku. Hvað er dýrasti hluturinn sem þú hefur fjárfest í fyrir heimilið? Ég á ekkert mikið af mjög dýrum munum. Kannski sófaborðið. Kara er nýtir borðstofuborð ömmu sinnar sem skrifborð. Borðið til hægri var leikmunur í sjónvarpsþáttaröð sem Owen var að vinna að.Ljósmynd/Anton Brink Er einhver hlutur sem þig dreymir um að eignast?Já, mig langar rosalega í nýjan sófa sem ég hef fundið í Tekk. Hann er geggjaður! En ég ætla að bíða aðeins þar til strákurinn minn er orðinn eldri. Hann er svo mikill sullari og sófinn okkar núna er svo þægilegur upp á það að gera að allt er hægt að strjúka allt úr honum. En það kemur að þessu! Hvaða hlutir eða húsgögn segja mest um þinn persónulega stíl?Ég elska líka sófaborðið mitt og náttborðið mitt. Ég elska náttúrulegan efnivið og reyni að hafa mikið slíkt í kringum mig. Ljósmynd/Anton Brink Innlit Hús og heimili Dans Tíska og hönnun Leikhús Tengdar fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Í fallegu rúmlega hundrað ára gömlu bárujárnshúsi í hjarta Hafnarfjarðar búa hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Egill Björgvinsson, ásamt börnum sínum tveimur, Elísu og Elliot. Þau fluttu inn sumarið 2017 og hafa síðan þá verið að gera húsið að sínu. 20. október 2025 23:38 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Heimili fjölskyldunnar ber með sér sögur og minningar þar má finna muni sem þau hafa erft, keypt úr bíómyndaleikmyndum, hér heima og á ferðalögum um heiminn. Kara og Owen hafa gaman af því að blanda saman ólíkum stílum og skapa þannig hlýlegt og persónulegt heimili. Íbúðin er 120 fermetrar að stærð á annarri hæð í húsi sem var reist árið 1986. Húsið er hluti af viðbyggingu við gamla fiskvinnslu á Vesturgötunni sem var teiknað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem einnig teiknaði Perluna. Kara hóf stöf hjá Íslenska dansflokknum í haust.Sunna Ben. Kara vinnur að sýningunni Flóðreka eftir Aðalheiði Halldórsdóttur og Jónsa úr Sigur Rós. Verkið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina og er innblásið af sýningunni Flóð eftir Jónsa, sem sýnd var í Hafnarhúsinu í fyrra. Dansarar í sýningunni Flóðreka.Ljósmynd/Björgvin Sigurðarson Innlit er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kíkja í heimsókn til fólks og fyrirtækja úr ólíkum kimum þjóðfélagsins og sjá hvernig umhverfi þeirra endurspeglar lífsstíl, áhugamál og starfsemi. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@syn.is. Óhindrað sjávarútsýni Hvenær fluttuð þið inn?Við fluttum hingað inn fyrir rúmlega tveimur árum, sumarið 2023. Áður bjuggum við í einstaklega sjarmerandi hæð við Hringbraut. Við vorum búin að leita lengi að stærra húsnæði í hverfinu, en fjögurra herbergja íbúðir í Vesturbænum eru mjög umsettar. Fóruð þið í einhverjar framkvæmdir við heimilið?Við höfum ekki gert mikið enn en við tókum niður nokkra veggi sem hindruðu útsýnið. Við erum svo heppin að eiga þetta æðislega útsýni út á sjó og yfir Snæfellsjökul og okkur fannst algjör synd að loka fyrir það. Þegar við fengum lyklana að íbúðinni vorum við búnar að taka niður veggina innan klukkutíma. Heimili fjölskyldunnar er hlýlegt og fallega innréttað.Ljósmynd/Anton Brink Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég veit það hreinlega ekki alveg, heimilið mitt er hlýtt, persónulegt og „eclectic“. Mér finnst gaman að hafa fínt í kringum mig, en fallegir hlutir geta komið úr öllum áttum. Sumir af ótrúlegustu fjársjóðunum hafa til dæmis komið úr geymslunni hjá mömmu og pabba. Hvað gerir hús að heimili?Fyrir mér er heimilið staður þar sem ég næ að slaka á, griðarstaður. Mér finnst ótrúlega gaman að bjóða fólki í heimsókn og í mat, og mér finnst mikilvægt að heimilið sé þannig að gestum líði vel, geti lagst í sófann eða sett á vínylplötu og látið fara vel um sig. Köru finnst mikilvægt að heimilið sé þannig að gestum líði vel, geti lagst í sófann eða sett á vínylplötu og látið fara vel um sig.Ljósmynd/Anton Brink Hvernig myndir þú lýsa stemningunni á heimilinu?Stemningin á heimilinu er góð! Ég á tvö mjög lifandi og hress börn sem sjá til þess að það sé alltaf mikið stuð, dóttir mín er alltaf dansandi og strákurinn minn er í því að hoppa af öllum húsgögnunum. Maðurinn minn vill alltaf hafa góða tónlist í fóninum, svo yfirleitt ríkir mikil stemning heima. Ég sjálf er aðeins rólegri þegar ég kem heim eftir daginn. Ég elska að kveikja á mörgum kertum. Ég elska líka að elda, svo ég er oft að spila einhverja mjög þægilega dinner-tónlist inni í eldhúsi. Ert þú og maki þinn sammála þegar það kemur að því að innrétta heimilið?Yfirleitt erum við mjög samstíga, en við erum líka dugleg að hafna hugmyndum hvors annars. Maðurinn minn kom reyndar heim með „medieval“ gangaborð um daginn, sem hafði verið notað sem props í sjónvarpsþáttum. Ég var ekki alveg viss í fyrstu, en núna finnst mér það bara hafa mikinn karakter og vera mjög skemmtilegt. Smekklegar konur í fjölskyldunni Ef þú ættir annan stíl en þinn eigin, hvernig væri hann? Líklega svona Scandi-minimalískur. Mér finnst mörg heimili í Danmörku mjög falleg. Ef ég ætti íbúð með alvöru trjáspýtum á gólfi, þá held ég að ég myndi innrétta hana svolítið öðruvísi. En mér finnst líka mjög gaman að breyta til reglulega, húsgögn mega koma og fara, eins og tímabil í lífi manns. Heimilið er prýtt fallegum munum með sögu sem hafa oft verið ferjaðar milli landa.Ljósmynd/Anton Brink Hvaðan sækir þú helst innblástur?Allar konurnar í fjölskyldunni minni eru mjög smekklegar og mamma er algjör fagurkeri. Ég held ég hafi oft smitast af þeirra auga og stíl. Hvaða rými finnst þér skemmtilegast að vinna með? Það er ekkert eitt sem mér finnst skemmtilegra en annað, en á sumrin finnst mér æði að nostra við svalirnar. Hefur stíllinn þinn þróast með árunum? Já, mér þykir alltaf meira og meira skemmtilegt að hafa fjölbreytta muni í kringum mig. Munir með sögu og minningum þeim tengdum. Að dröslast með einhverja lampa og smámuni á milli heimshluta til dæmis. Kara segir ekki hugsa mikið um heildarmyndina þegar það kemur að því að innrétta heimilið.Ljósmynd/Anton Brink Hvar eyðir þú mestum tíma á heimilinu? Ég elska að elda þannig ég er mikið inni í eldhúsi, en svo finnst mér rúmið mitt líka algjört himnaríki á jörðu. Svo eru baksvalirnar líka þær sólríkustu sem finnast í bænum þannig góðan hluta árs er það minn uppáhaldsstaður. Hugarðu að heildarmyndinni á heimilinu eða hefur hvert rými sinn stíl? Nei, ég hugsa ekki mikið um heildarmyndina. Leyfi bara því sem vill verða í hverju rými að vera svo. Eru einhverjar breytingar sem þig dreymir um að gera? Ójá, svo margt! Næsta framkvæmd verður að skipta út öllu gólfefni. Þá langar mig einnig að breyta töluvert inni í eldhúsinu, skipta út flísum á veggjum, mig dreymir um grænar flísar, skipta út borðplötu og loftljósum víða. Svo er komið að því að taka bæði barnaherbergin í gegn. Börnin stækka svo hratt að þau þurfa nú rými sem henta þeim betur. Dreymir um lítið hús í ítalskri sveit Er heimilið þitt alltaf í röð og reglu? Nei, ég get ekki sagt það. Mér líður ekki sérstaklega vel með óreiðu í kringum mig. En ég á tvö börn, og þeim fylgja vinir, áhugamál, föt og svo mikið dót að stundum er ótrúlegt hvað það safnast mikið. En ég reyni að halda heimilinu í þokkalegu standi að jafnaði. Nýir og notaðir hlutir mætast á heillandi máta á heimili fjölskyldunnar.Ljósmynd/Anton Brink Velur þú helst nýtt eða notað þegar kemur að húsgögnum og innanstokksmunum? Það er allur gangur á því. Rúm og sófa kaupi ég ekki notað. En aðrar mublur og muni hef ég sankað að mér með ýmsum hætti. Hvað skiptir þig meira máli: þægindi eða notagildi? Bara bæði í bland. Hvernig lítur draumaheimilið þitt út? Draumaheimilið mitt en lítið hús í ítalskri smásveit þar sem gengið er beint úr á terracotta flísalagða verönd með eldofni og góðum garði þar sem ólívutré og sítrónutré vaxa. Annars er eitt hérna hús á Vesturgötunni sem ég trúi því að einn daginn verði mitt. Náttúrulegur efniviður og mjúkir litir eru allsráðandi á heimilinu.Ljósmynd/Anton Brink Ertu með eitthvað gott heimilisráð?Bara ráð sem mamma gaf mér þegar ég fór að búa; að splæsa í allt það sem gerir heimilislífið auðveldara. Að eiga góða uppþvottavél, góða ryksugu, góða þvottavél og þurrkara og annað slíkt. Trúir þú því að heimilið endurspegli þá sem búa þar? Já, ætli það ekki. Hver er uppáhalds húsbúnaðarverslunin þín?Fakó er líklega mín uppáhaldsbúð og ég versla mikið þar og líka í Tekk. Mér þykir líka Heimili og Hugmyndir vera mjög smekkleg búð. Svo hefur Góði hirðirinn oft verið að gefa líka! Náttúrulegur efniviður og keramík Hvaða hlut eða húsgagn þykir þér vænst um – og hvers vegna?Mér þykir mjög vænt um þetta tekk-borð sem við notum sem skrifborð núna. Þetta er borð ömmu minnar, Þórhildar, sem verður 108 ára núna í desember. Hún flutti úr húsinu sínu í Jöldugróf í Covid, húsi sem hún og afi byggðu. Síðan ég man eftir mér var amma með kökuboð alla laugardaga, þar sem móðurfjölskylda mín sat saman við þetta borð allar helgar. Borðið flakkar nú aðeins á milli okkar í fjölskyldunni en ég er með það í fóstri núna og mér þykir afar vænt um það. Borðstofuborðið er mér líka mjög kært. Það kom frá bróður mínum og mágkonu, en litli frændi minn, sem er nú fallinn frá, hjálpaði mér að pússa það upp og nostra við það með okkur. Ég mun aldrei láta þetta borð frá mér. Borðstofuborðið er hlutur sem Kara mun seint láta frá sér þar sem hún pússaði það upp með frænda sínum sem er fallinn frá.Ljósmynd/Anton Brink Hvað var fyrsti hluturinn sem þú keyptir og átt enn? Guð, ég man það ekki alveg, en ég á svo fallegt postulínsstell sem ég fékk frá afasystur minni úr föðurfjölskyldunni. Það hefur verið með mér síðan ég byrjaði að búa. Hvaða hlutur eða gripur hefur persónulega þýðingu fyrir þig?Ég á dálítið mikið af keramikmunum sem fólk sem mér þykir mjög vænt um hefur gert fyrir mig. Ég elska líka alla hluti sem ég og maðurinn minn höfum keypt okkur á ferðalögum okkar, og silfrið frá ömmu minni í Danmörku. Hvað er dýrasti hluturinn sem þú hefur fjárfest í fyrir heimilið? Ég á ekkert mikið af mjög dýrum munum. Kannski sófaborðið. Kara er nýtir borðstofuborð ömmu sinnar sem skrifborð. Borðið til hægri var leikmunur í sjónvarpsþáttaröð sem Owen var að vinna að.Ljósmynd/Anton Brink Er einhver hlutur sem þig dreymir um að eignast?Já, mig langar rosalega í nýjan sófa sem ég hef fundið í Tekk. Hann er geggjaður! En ég ætla að bíða aðeins þar til strákurinn minn er orðinn eldri. Hann er svo mikill sullari og sófinn okkar núna er svo þægilegur upp á það að gera að allt er hægt að strjúka allt úr honum. En það kemur að þessu! Hvaða hlutir eða húsgögn segja mest um þinn persónulega stíl?Ég elska líka sófaborðið mitt og náttborðið mitt. Ég elska náttúrulegan efnivið og reyni að hafa mikið slíkt í kringum mig. Ljósmynd/Anton Brink
Innlit Hús og heimili Dans Tíska og hönnun Leikhús Tengdar fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Í fallegu rúmlega hundrað ára gömlu bárujárnshúsi í hjarta Hafnarfjarðar búa hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Egill Björgvinsson, ásamt börnum sínum tveimur, Elísu og Elliot. Þau fluttu inn sumarið 2017 og hafa síðan þá verið að gera húsið að sínu. 20. október 2025 23:38 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Í fallegu rúmlega hundrað ára gömlu bárujárnshúsi í hjarta Hafnarfjarðar búa hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Egill Björgvinsson, ásamt börnum sínum tveimur, Elísu og Elliot. Þau fluttu inn sumarið 2017 og hafa síðan þá verið að gera húsið að sínu. 20. október 2025 23:38