Meðalmennska á Manhattan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2012 12:00 Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti. Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti.
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira