Tilkomumikil hávaðamessa Trausti Júlíusson skrifar 10. apríl 2012 10:00 Tónlist. Bæn. AMFJ. AMFJ er listamannsnafn Aðalsteins Jörundssonar. Hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsafengna frammistöðu á tónleikum. AMFJ (nafnið ku vera skammstöfun fyrir „Aðalsteinn Mother Fucking Jörundsson") gaf út kassettuna Itemhljóð og veinan árið 2009, en Bæn er hans fyrsta útgáfa á geisladiski. Það má segja að ýktur krafturinn á tónleikunum skili sér vel yfir á diskinn. Eins og áður segir heitir platan Bæn og á umslaginu er AMFJ-lógóið með krossi yfir. Minnir á kirkju. Þetta eru samt engir gospel-söngvar. Tónlist AMFJ er tilraunakennd og hávaðasöm raftónlist. Platan er sjö laga. Fyrsta lagið, Útburður umskiptingur, byrjar á barnsgráti sem stigmagnast og þróast út í agressíft óhljóðaverk. Annað lagið Öldungur er tiltölulega rólegt, en hamagangurinn tekur aftur við í þriðja laginu Mammón. Í því öskrar Aðalsteinn yfir háværa „industrial"-takta, röddin er bjöguð og hljómar nánast eins og andsetin. Þó að platan sé unnin í tölvu, þá er suð í sumum lögunum, sem minnir á suðið í gömlum kassettum – skemmtilegt smáatriði. Platan virkar best spiluð hátt og verður þá yfirþyrmandi. Það er ekki margt kristilegt við bæn Aðalsteins, en þó er ég ekki frá því að það megi heyra smá vísun í kirkjulegan kórsöng í lokalaginu, Húsið andar. Á heildina litið er þetta flott plata, þó að tónlistin sé krefjandi og höfði sjálfsagt ekki til mjög margra. Niðurstaða: Allt öðruvísi bænastund. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Bæn. AMFJ. AMFJ er listamannsnafn Aðalsteins Jörundssonar. Hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsafengna frammistöðu á tónleikum. AMFJ (nafnið ku vera skammstöfun fyrir „Aðalsteinn Mother Fucking Jörundsson") gaf út kassettuna Itemhljóð og veinan árið 2009, en Bæn er hans fyrsta útgáfa á geisladiski. Það má segja að ýktur krafturinn á tónleikunum skili sér vel yfir á diskinn. Eins og áður segir heitir platan Bæn og á umslaginu er AMFJ-lógóið með krossi yfir. Minnir á kirkju. Þetta eru samt engir gospel-söngvar. Tónlist AMFJ er tilraunakennd og hávaðasöm raftónlist. Platan er sjö laga. Fyrsta lagið, Útburður umskiptingur, byrjar á barnsgráti sem stigmagnast og þróast út í agressíft óhljóðaverk. Annað lagið Öldungur er tiltölulega rólegt, en hamagangurinn tekur aftur við í þriðja laginu Mammón. Í því öskrar Aðalsteinn yfir háværa „industrial"-takta, röddin er bjöguð og hljómar nánast eins og andsetin. Þó að platan sé unnin í tölvu, þá er suð í sumum lögunum, sem minnir á suðið í gömlum kassettum – skemmtilegt smáatriði. Platan virkar best spiluð hátt og verður þá yfirþyrmandi. Það er ekki margt kristilegt við bæn Aðalsteins, en þó er ég ekki frá því að það megi heyra smá vísun í kirkjulegan kórsöng í lokalaginu, Húsið andar. Á heildina litið er þetta flott plata, þó að tónlistin sé krefjandi og höfði sjálfsagt ekki til mjög margra. Niðurstaða: Allt öðruvísi bænastund.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira