Lífið

Deila fyrstu myndunum af hvort öðru

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Trudeau og Perry sáust fyrst saman í sumar.
Trudeau og Perry sáust fyrst saman í sumar. Instagram

Poppsöngkonan Katy Perry birti myndir af sér og nýja kærastanum Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, á Instagram. Parið eyddi nokkrum dögum saman í Japan þar sem þau bæði smökkuðu japanska matargerð en hittu einnig fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Parið sást fyrst stinga saman nefjum í lok júlí á veitingastað í Montreal í Kanada og staðfestu svo sambandið í lok október. Núna hafa þau formlega staðfest sambandið á samfélagsmiðlum en söngkonan birti nokkrar myndir á Instagram og þar á meðal sjálfu af parinu.

Þá má sjá þau smakka japanska rétti og dást að ljósasýningu. Gera má ráð fyrir að parið hafi verið í Japan þar sem Perry hélt tónleika þar í landi þann 3. desember. 

Trudeau og Perry nýttu líka ferðalagið í formlegar erindagjörðir en Trudeau birti mynd af þeim ásamt Fumio Kishida, fyrrverandi forsætisráðherra Japan og Yuko Wada, eiginkonu hans.

Justin Trudeau var lengi forsætisráðherra Kanada en sagði af sér embætti í byrjun árs. Hann var giftur Sophie Trudeau frá árinu 2005 og eiga þau þrjú börn saman en skildu árið 2023. Katy Perry byrjaði fyrst með leikaranum Orlando Bloom árið 2016 og eignuðust þau barn saman árið 2020. Í lok júní 2025 greindu þau frá sambandsslitum sínum.


Tengdar fréttir

Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, sáust snæða saman á veitingastað í Montreal í Kanada.

Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur

Tónlistarkonan Katy Perry mun bera vitni frammi fyrir dómara á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar í tengslum við fasteignadeilur í Santa Barbara sem ná fimm ár aftur í tímann. Fyrir tíu árum átti Perry í deilum við hóp nunna vegna kaupa á nunnuklaustri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.