Orðheppinn götustrákur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. mars 2012 17:03 Líf Keith Richards. Bækur. Líf. Keith Richards og James Fox, þýðing: Elín Guðmundsdóttir. Bókafélagið Ugla. Keith Richards, gítarleikari og aðallagasmiður Rolling Stones, er löngu orðinn goðsögn. Sögurnar af villtu líferni hans, dópneyslu, sukki og rugli, útistöðum við lögreglu auk stórkarlalegra yfirlýsinga hans á forsíðum heimspressunnar gerðu hann að einu vinsælasta umtalsefni fólks áratugum saman. Heldur hefur verið hljóðara í kringum kappann seinni árin og sennilega kann hann því illa því árið 2010 sendi hann frá sér sjálfsævisöguna Líf sem hann skráði í samstarfi við blaðamanninn James Fox. Líf byrjar með trukki eins og besta Stones-lag og neglir lesandann frá fyrstu síðu. Heldur þeim dampi á meðan umfjöllunarefnið er uppvöxturinn, stofnun Stones og fyrstu frægðarárin. Richards er ófeiminn við að lýsa sukksömu líferninu, kvennafarinu, heróínfíkninni, drykkjunni og dópneyslunni og stormasömu sambandi sínu við Anitu Pallenberg. Og svo tónlistinni auðvitað. Smátt og smátt rennur þó af honum móðurinn og seinustu 150 blaðsíðurnar eða svo eru lítið annað en upptalning á stöðum sem hann spilaði á, fólki sem hann spilaði með og lýsingar á stríði þeirra aldavinanna, hans og Micks Jagger. Samband þeirra virðist hafa verið eins og hjónaband tveggja egóista sem hatast og elskast til skiptis. Richards passar þó vel upp á það að láta líta út fyrir að sökin hafi öll verið Jaggers. Honum er mikið í mun að koma þeirri ímynd af sjálfum sér á framfæri að hann sé góði strákurinn, mannasættir og límið í hljómsveitinni, þótt ýmsar af lýsingum hans á eigin framferði grafi ansi hressilega undan þeirri ímynd. Richards virkar ekki aðlaðandi persónuleiki í eigin bók. Hann talar illa um samstarfsmenn sína, gerir ekki upp við árin á heróíninu þegar sjö ára sonur hans flæktist með honum um Evrópu og hafði það hlutverk að koma föður sínum á svið, sinn þátt í deilum þeirra Jaggers og sambandsslitunum við Pallenberg og fleira og fleira. Innantómar yfirlýsingar hans um eigin gæsku hljóma dálítið falskar fyrir vikið og hástemmdar lýsingar á eigin snilld sem gítarleikara og lagasmið verða þegar á líður ansi líkar leiðinlegu kallagrobbi. Engu að síður er bókin bráðskemmtileg aflestrar. Richards er orðhagur og kjaftfor og segir góðar sögur. Það er bara í seinustu köflunum sem nafnadritið og sjálfsupphafningin fer að verða þreytandi og lesandinn missir áhugann. Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er í einu orði sagt hræðileg. Enskan er þýdd nánast orð fyrir orð þannig að setningaskipanin er algjörlega ensk en ekki íslensk og úr verður hálfgerð málleysa sem lesandinn stendur sig að að þýða jafnóðum yfir á ensku í huganum til að setningarnar öðlist merkingu. Hugtök úr tónlistarheiminum eru rangþýdd, skipt er um tíð í miðjum setningum og svona mætti nánast endalaust áfram telja. Það er móðgun bæði við höfunda og lesendur að gefa út slíka hrákasmíð. Niðurstaða:Skemmtileg bók um lífshlaup lifandi goðsagnar. Þýðingin er hins vegar afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bókina á frummálinu. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Líf. Keith Richards og James Fox, þýðing: Elín Guðmundsdóttir. Bókafélagið Ugla. Keith Richards, gítarleikari og aðallagasmiður Rolling Stones, er löngu orðinn goðsögn. Sögurnar af villtu líferni hans, dópneyslu, sukki og rugli, útistöðum við lögreglu auk stórkarlalegra yfirlýsinga hans á forsíðum heimspressunnar gerðu hann að einu vinsælasta umtalsefni fólks áratugum saman. Heldur hefur verið hljóðara í kringum kappann seinni árin og sennilega kann hann því illa því árið 2010 sendi hann frá sér sjálfsævisöguna Líf sem hann skráði í samstarfi við blaðamanninn James Fox. Líf byrjar með trukki eins og besta Stones-lag og neglir lesandann frá fyrstu síðu. Heldur þeim dampi á meðan umfjöllunarefnið er uppvöxturinn, stofnun Stones og fyrstu frægðarárin. Richards er ófeiminn við að lýsa sukksömu líferninu, kvennafarinu, heróínfíkninni, drykkjunni og dópneyslunni og stormasömu sambandi sínu við Anitu Pallenberg. Og svo tónlistinni auðvitað. Smátt og smátt rennur þó af honum móðurinn og seinustu 150 blaðsíðurnar eða svo eru lítið annað en upptalning á stöðum sem hann spilaði á, fólki sem hann spilaði með og lýsingar á stríði þeirra aldavinanna, hans og Micks Jagger. Samband þeirra virðist hafa verið eins og hjónaband tveggja egóista sem hatast og elskast til skiptis. Richards passar þó vel upp á það að láta líta út fyrir að sökin hafi öll verið Jaggers. Honum er mikið í mun að koma þeirri ímynd af sjálfum sér á framfæri að hann sé góði strákurinn, mannasættir og límið í hljómsveitinni, þótt ýmsar af lýsingum hans á eigin framferði grafi ansi hressilega undan þeirri ímynd. Richards virkar ekki aðlaðandi persónuleiki í eigin bók. Hann talar illa um samstarfsmenn sína, gerir ekki upp við árin á heróíninu þegar sjö ára sonur hans flæktist með honum um Evrópu og hafði það hlutverk að koma föður sínum á svið, sinn þátt í deilum þeirra Jaggers og sambandsslitunum við Pallenberg og fleira og fleira. Innantómar yfirlýsingar hans um eigin gæsku hljóma dálítið falskar fyrir vikið og hástemmdar lýsingar á eigin snilld sem gítarleikara og lagasmið verða þegar á líður ansi líkar leiðinlegu kallagrobbi. Engu að síður er bókin bráðskemmtileg aflestrar. Richards er orðhagur og kjaftfor og segir góðar sögur. Það er bara í seinustu köflunum sem nafnadritið og sjálfsupphafningin fer að verða þreytandi og lesandinn missir áhugann. Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er í einu orði sagt hræðileg. Enskan er þýdd nánast orð fyrir orð þannig að setningaskipanin er algjörlega ensk en ekki íslensk og úr verður hálfgerð málleysa sem lesandinn stendur sig að að þýða jafnóðum yfir á ensku í huganum til að setningarnar öðlist merkingu. Hugtök úr tónlistarheiminum eru rangþýdd, skipt er um tíð í miðjum setningum og svona mætti nánast endalaust áfram telja. Það er móðgun bæði við höfunda og lesendur að gefa út slíka hrákasmíð. Niðurstaða:Skemmtileg bók um lífshlaup lifandi goðsagnar. Þýðingin er hins vegar afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bókina á frummálinu.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira