Súrrealísk sumargjöf Kjartan Guðmundsson skrifar 24. maí 2012 10:30 Tónlist. Exorcise. Tilbury. Skiljanlega hræddust einhverjir að Tilbury myndi eiga í erfiðleikum með að standa undir þeim fögru fyrirheitum sem fyrsta lag sveitarinnar, Tenderloin (sem sló í gegn á intervefnum, í það minnsta á íslenskan mælikvarða, þegar það kom út fyrir rúmum mánuði) gaf. Til allrar hamingju reyndist sá ótti ástæðulaus því Exorcise er plata sem hugnast líklega mörgum. Dæmalaust ánægjuleg frumraun frá þessu (upprunalega) einstaklingsverkefni Þormóðs Dagssonar, fyrrum trymbils Jeff Who, Hudson Wayne og Skakkamanage, sem vatt svona hressilega upp á sig, safnaði til sín færu fólki og ungar nú út ljúfum popplögum sem virka þó á köflum örlítið ógnvekjandi á einkennilegan hátt. Hvað eru margir sérhljóðar í því? Tónlist Tilbury (gott og gegnt hljómsveitarnafn sem nikkar kurteisislega til Viðars Víkingssonar) mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa „húkka". Dæmi eru ofannefnt Tenderloin, Riot (bæði búa yfir hunangssætum melódíum og súrrealískum textum sem rissa upp forvitnilegar myndir og ýja oftar en ekki að ofbeldi, eins og reyndar fleiri á plötunni), Slow Motion Fighter og Trembling (sem bæði græða á vel útfærðum raddsetningum, hið fyrra einnig á stórkostlegum orgelleik og síðara á frábærum gítar). Undantekningin er þá Eclectic Boogaloo, eintóna rokklag í þyngri kantinum sem brýtur vissulega upp stemninguna en tekst illa að forðast að vera eins og út úr kú.Þormóður Dagsson.Mynd/AntonHér eru hæfileikamenn á ferð, sem gera vel í að setja einfaldleikann í öndvegi. Einn óvæntasti glaðningurinn er söngur Þormóðs, sem sveiflar sér milli kæruleysislegs stíls a la Ian Brown og englaraddar sem myndi sæma sér í drengjakór, eins og að drekka vatn. Á heildina litið er Exorcise fyrirtaks sumargjöf, veraldarvön og skemmtileg plata sem lofar góðu fyrir framtíð Tilbury. Niðurstaða: Stórfín frumraun, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Exorcise. Tilbury. Skiljanlega hræddust einhverjir að Tilbury myndi eiga í erfiðleikum með að standa undir þeim fögru fyrirheitum sem fyrsta lag sveitarinnar, Tenderloin (sem sló í gegn á intervefnum, í það minnsta á íslenskan mælikvarða, þegar það kom út fyrir rúmum mánuði) gaf. Til allrar hamingju reyndist sá ótti ástæðulaus því Exorcise er plata sem hugnast líklega mörgum. Dæmalaust ánægjuleg frumraun frá þessu (upprunalega) einstaklingsverkefni Þormóðs Dagssonar, fyrrum trymbils Jeff Who, Hudson Wayne og Skakkamanage, sem vatt svona hressilega upp á sig, safnaði til sín færu fólki og ungar nú út ljúfum popplögum sem virka þó á köflum örlítið ógnvekjandi á einkennilegan hátt. Hvað eru margir sérhljóðar í því? Tónlist Tilbury (gott og gegnt hljómsveitarnafn sem nikkar kurteisislega til Viðars Víkingssonar) mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa „húkka". Dæmi eru ofannefnt Tenderloin, Riot (bæði búa yfir hunangssætum melódíum og súrrealískum textum sem rissa upp forvitnilegar myndir og ýja oftar en ekki að ofbeldi, eins og reyndar fleiri á plötunni), Slow Motion Fighter og Trembling (sem bæði græða á vel útfærðum raddsetningum, hið fyrra einnig á stórkostlegum orgelleik og síðara á frábærum gítar). Undantekningin er þá Eclectic Boogaloo, eintóna rokklag í þyngri kantinum sem brýtur vissulega upp stemninguna en tekst illa að forðast að vera eins og út úr kú.Þormóður Dagsson.Mynd/AntonHér eru hæfileikamenn á ferð, sem gera vel í að setja einfaldleikann í öndvegi. Einn óvæntasti glaðningurinn er söngur Þormóðs, sem sveiflar sér milli kæruleysislegs stíls a la Ian Brown og englaraddar sem myndi sæma sér í drengjakór, eins og að drekka vatn. Á heildina litið er Exorcise fyrirtaks sumargjöf, veraldarvön og skemmtileg plata sem lofar góðu fyrir framtíð Tilbury. Niðurstaða: Stórfín frumraun, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira