Leikræn og lipur fengitíð Elísabet Brekkan skrifar 2. maí 2012 11:00 Í Borgarleikhúsinu takast fimm leikarar á við textann í glettilega góðri leikgerð Ólafs Egils Egilssonar og umgjörð Snorra Freys Hilmarssonar. Leikhús. Svar við bréfi Helgu. Höfundur: Bergsveinn Birgisson. Leikgerð: Ólafur Egilsson. Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Gunnar Hansson og Ellert A. Ingimundarson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Tónlist: Frank Hall. Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir. Borgarleikhúsið. Enn er verið að leikgera bók. Í þetta sinn bók sem vakti mikið umtal er hún kom út og fékk góða dóma. Í Borgarleikhúsinu takast fimm leikarar á við textann í glettilega góðri leikgerð Ólafs Egils Egilssonar og umgjörð Snorra Freys Hilmarssonar. Bjarni er bóndi í að því er virðist nokkuð afskekktri sveit, ástfanginn af konunni á næsta bæ. Hún var líka ástfangin af honum og saman áttu þau ævintýr sem þó var meira kjaftasaga sveitunganna en þeirra eigin í upphafi. Eiginkona Bjarna virtist vera nokkuð eldri og glímdi við krankleika og var ástalíf þeirra heldur fábrotið. Bjarni er orðinn fullorðinn maður og lítur til baka yfir líf sitt þegar hann ritar Helgu bréfið. Í upprifjuninni verða þessar stolnu stundir að fengitíð lífs hans. Hann var svo bundinn sinni sveit og loforðum við forfeðurna að hann fórnaði ástinni. Stoltið var þó ekki veikleikanum yfirsterkara heldur sökk hann um hríð inn í skuggaveröld Bakkusar. Leikgerðin er mjög spennandi. Ólafur Egill hefur auga fyrir því að lyfta fram aðstæðum á mjög svo leikrænan og lipran máta, þannig að úr verður heilsteypt verk án kyrrstöðu. Ilmur Kristjánsdóttir var máske í hlutverki Helgu full ung og fögur miðað við þá mynd sem lesendur höfðu af hinni brjóstamiklu konu en það kom ekki að sök því leikurinn vó upp á móti því. Mikið mæðir á Þresti Leó í textameðferð og að halda dampinum í sýningunni. Honum verður ekki skotaskuld úr því en til liðs við sig hefur hann tvo sterka menn, þá Ellert A. Ingimundarson og Gunnar Hansson sem bregða sér í öll þau karlgervi sem fyrir koma í frásögninni. Einstakar lausnir eru eftirminnilegar, til dæmis þegar þeir félagar ná í lík gömlu konunnar og lenda í sjávarháska. Hér var ekkert verið að veifa slæðum heldur róa þeir yfir opið haf; vatn er mikið notað í sýningunni og verður opinn fleki að hafi og læk þar sem ýmist er ógnað eða heillað með nærveru þess. Lýsing Björns Bergsteins þar sem ljósinu er beint úr vatninu og upp á hina ástsjúku konu er hrífandi. Tónlistin í upphafi og undir lokin leiddi hugann einnig á vit vatnsins. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur hina óhamingjusömu Unni og er engu líkara en að hún hafi fært einbeitinguna niður í stirðar mjaðmir þessarar ólukkans konu, frábær leikur. Þetta er í raun og veru grafalvarlegt verk sem byggir á hinni sígildu gömlu spurningu um sveitina eða mölina, ástina eða skylduna og þó svo að líkingamálið sé allt meira og minna úr veruleika fjárbóndans fjallar þetta þó um hið sammannlega og Ólafur Egill lyftir fram spaugilegum augnablikum þannig að úr verður hin besta skemmtun. Niðurstaða: Góð sýning með skýrri persónusköpun.Athugasemd: Fyrir mistök féll út ein stjarna í prentútgáfu dómsins í Fréttablaðinu. Beðist er velvirðingar á þessu. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús. Svar við bréfi Helgu. Höfundur: Bergsveinn Birgisson. Leikgerð: Ólafur Egilsson. Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Gunnar Hansson og Ellert A. Ingimundarson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Tónlist: Frank Hall. Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir. Borgarleikhúsið. Enn er verið að leikgera bók. Í þetta sinn bók sem vakti mikið umtal er hún kom út og fékk góða dóma. Í Borgarleikhúsinu takast fimm leikarar á við textann í glettilega góðri leikgerð Ólafs Egils Egilssonar og umgjörð Snorra Freys Hilmarssonar. Bjarni er bóndi í að því er virðist nokkuð afskekktri sveit, ástfanginn af konunni á næsta bæ. Hún var líka ástfangin af honum og saman áttu þau ævintýr sem þó var meira kjaftasaga sveitunganna en þeirra eigin í upphafi. Eiginkona Bjarna virtist vera nokkuð eldri og glímdi við krankleika og var ástalíf þeirra heldur fábrotið. Bjarni er orðinn fullorðinn maður og lítur til baka yfir líf sitt þegar hann ritar Helgu bréfið. Í upprifjuninni verða þessar stolnu stundir að fengitíð lífs hans. Hann var svo bundinn sinni sveit og loforðum við forfeðurna að hann fórnaði ástinni. Stoltið var þó ekki veikleikanum yfirsterkara heldur sökk hann um hríð inn í skuggaveröld Bakkusar. Leikgerðin er mjög spennandi. Ólafur Egill hefur auga fyrir því að lyfta fram aðstæðum á mjög svo leikrænan og lipran máta, þannig að úr verður heilsteypt verk án kyrrstöðu. Ilmur Kristjánsdóttir var máske í hlutverki Helgu full ung og fögur miðað við þá mynd sem lesendur höfðu af hinni brjóstamiklu konu en það kom ekki að sök því leikurinn vó upp á móti því. Mikið mæðir á Þresti Leó í textameðferð og að halda dampinum í sýningunni. Honum verður ekki skotaskuld úr því en til liðs við sig hefur hann tvo sterka menn, þá Ellert A. Ingimundarson og Gunnar Hansson sem bregða sér í öll þau karlgervi sem fyrir koma í frásögninni. Einstakar lausnir eru eftirminnilegar, til dæmis þegar þeir félagar ná í lík gömlu konunnar og lenda í sjávarháska. Hér var ekkert verið að veifa slæðum heldur róa þeir yfir opið haf; vatn er mikið notað í sýningunni og verður opinn fleki að hafi og læk þar sem ýmist er ógnað eða heillað með nærveru þess. Lýsing Björns Bergsteins þar sem ljósinu er beint úr vatninu og upp á hina ástsjúku konu er hrífandi. Tónlistin í upphafi og undir lokin leiddi hugann einnig á vit vatnsins. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur hina óhamingjusömu Unni og er engu líkara en að hún hafi fært einbeitinguna niður í stirðar mjaðmir þessarar ólukkans konu, frábær leikur. Þetta er í raun og veru grafalvarlegt verk sem byggir á hinni sígildu gömlu spurningu um sveitina eða mölina, ástina eða skylduna og þó svo að líkingamálið sé allt meira og minna úr veruleika fjárbóndans fjallar þetta þó um hið sammannlega og Ólafur Egill lyftir fram spaugilegum augnablikum þannig að úr verður hin besta skemmtun. Niðurstaða: Góð sýning með skýrri persónusköpun.Athugasemd: Fyrir mistök féll út ein stjarna í prentútgáfu dómsins í Fréttablaðinu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira