Starað í poppið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. maí 2012 10:00 Bíó. The Dictator. Leikstjórn: Larry Charles. Leikarar: Sacha Baron Cohen, Ben Kingsley, Jason Mantzoukas, Anna Faris, J. B. Smoove, Megan Fox, John C. Reilly, B. J. Novak. Eitt það versta sem hægt er að vera sakaður um er húmorsleysi. Að fatta ekki brandara er svo niðurlægjandi að við gerum okkur frekar upp hlátur en að biðja um útskýringu. Undirritaður vill koma því á framfæri við lesendur að hann glímir ekki við húmorsleysi og þykir meira að segja nokkuð liðtækur sprellari þegar sá gállinn er á honum. Annar liðtækur sprellari, sem öfugt við undirritaðan hefur náð heimsfrægð fyrir uppátæki sín, er Sacha Baron Cohen. Þessi breski grínisti hefur lengi stundað loftfimleika á siðferðislínunni og reynir nú að toppa fyrri fígúrur sínar sem einræðisherrann Aladeen í kvikmyndinni The Dictator. Einræðisherrar eru oftast jafn hlægilegir og þeir eru hættulegir og framsækinn og hugrakkur listamaður á borð við Baron Cohen ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að búa til sprenghlægilega en jafnframt hárbeitta ádeilu úr hráefninu. Allt kemur þó fyrir ekki og eftir stendur vandræðalegur rembingur sem virðist þjóna þeim eina tilgangi að ögra pólitískri réttsýni og brjóta sem flest tabú. Drepfyndin bíómynd með áhorfendaskarann á sínu bandi kemst upp með hvaða ósóma sem er. Ófyndin mynd sem reynir að komast upp með nauðgunarbrandara (ítrekað) fær mann til að svitna á bakinu og stara ofan í poppið. Hvað fór úrskeiðis hjá þessum hæfileikaríka grínara? Borat var ósmekkleg frá upphafi til enda en var þrátt fyrir það hryllilega fyndin. Brüno olli vissulega vonbrigðum en í The Dictator gengur ekkert upp. Spaugið er límt saman með lélegu handriti, Baron Cohen virðist hafa misst allt skynbragð á framsetningu grínsins, enginn aukaleikaranna nær að láta ljós sitt skína og allra verst er ósannfærandi og flöt mótleikkonan, Anna Faris. Í lok myndarinnar örlar þó á smá broddi í samfélagsrýninni, en eftir allt sem á undan hefur gengið er áhorfandinn lítt móttækilegur fyrir pólitískum predikunum. En enginn vill láta hanka sig á húmorsleysinu og jafnvel verra er að vera sakaður um óhóflega pólitíska réttsýni. Ég reyndi hvað ég gat að kreista fram meðvirknishlátur yfir mislukkuðum bröndurum um kvenfyrirlitningu, barnamisnotkun og sjálfsmorðssprengingar, en allir sáu í gegnum mig. Mér fannst The Dictator ekkert fyndin. Niðurstaða: Sacha reynir að taka allt og alla í gegn. Ferill hans sem grínisti er næstur á dagskrá. Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. The Dictator. Leikstjórn: Larry Charles. Leikarar: Sacha Baron Cohen, Ben Kingsley, Jason Mantzoukas, Anna Faris, J. B. Smoove, Megan Fox, John C. Reilly, B. J. Novak. Eitt það versta sem hægt er að vera sakaður um er húmorsleysi. Að fatta ekki brandara er svo niðurlægjandi að við gerum okkur frekar upp hlátur en að biðja um útskýringu. Undirritaður vill koma því á framfæri við lesendur að hann glímir ekki við húmorsleysi og þykir meira að segja nokkuð liðtækur sprellari þegar sá gállinn er á honum. Annar liðtækur sprellari, sem öfugt við undirritaðan hefur náð heimsfrægð fyrir uppátæki sín, er Sacha Baron Cohen. Þessi breski grínisti hefur lengi stundað loftfimleika á siðferðislínunni og reynir nú að toppa fyrri fígúrur sínar sem einræðisherrann Aladeen í kvikmyndinni The Dictator. Einræðisherrar eru oftast jafn hlægilegir og þeir eru hættulegir og framsækinn og hugrakkur listamaður á borð við Baron Cohen ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að búa til sprenghlægilega en jafnframt hárbeitta ádeilu úr hráefninu. Allt kemur þó fyrir ekki og eftir stendur vandræðalegur rembingur sem virðist þjóna þeim eina tilgangi að ögra pólitískri réttsýni og brjóta sem flest tabú. Drepfyndin bíómynd með áhorfendaskarann á sínu bandi kemst upp með hvaða ósóma sem er. Ófyndin mynd sem reynir að komast upp með nauðgunarbrandara (ítrekað) fær mann til að svitna á bakinu og stara ofan í poppið. Hvað fór úrskeiðis hjá þessum hæfileikaríka grínara? Borat var ósmekkleg frá upphafi til enda en var þrátt fyrir það hryllilega fyndin. Brüno olli vissulega vonbrigðum en í The Dictator gengur ekkert upp. Spaugið er límt saman með lélegu handriti, Baron Cohen virðist hafa misst allt skynbragð á framsetningu grínsins, enginn aukaleikaranna nær að láta ljós sitt skína og allra verst er ósannfærandi og flöt mótleikkonan, Anna Faris. Í lok myndarinnar örlar þó á smá broddi í samfélagsrýninni, en eftir allt sem á undan hefur gengið er áhorfandinn lítt móttækilegur fyrir pólitískum predikunum. En enginn vill láta hanka sig á húmorsleysinu og jafnvel verra er að vera sakaður um óhóflega pólitíska réttsýni. Ég reyndi hvað ég gat að kreista fram meðvirknishlátur yfir mislukkuðum bröndurum um kvenfyrirlitningu, barnamisnotkun og sjálfsmorðssprengingar, en allir sáu í gegnum mig. Mér fannst The Dictator ekkert fyndin. Niðurstaða: Sacha reynir að taka allt og alla í gegn. Ferill hans sem grínisti er næstur á dagskrá.
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira