Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Lífið 9. maí 2024 21:14
Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. Lífið 9. maí 2024 16:30
Hera Björk fékk sprengjubrot að gjöf Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. Lífið 8. maí 2024 15:18
Friðrik Ómar kynnir stig Íslands í Eurovision Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lífið 8. maí 2024 11:30
Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. Viðskipti innlent 8. maí 2024 11:02
Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. Lífið 8. maí 2024 10:30
Guðni forseti á samstöðutónleikum í Háskólabíó Guðni Th. Jóhannesson forseti er staddur á samstöðutónleikunum sem haldnir eru í Háskólabíó til stuðnings Palestínu. Lífið 7. maí 2024 21:22
Hera komst ekki áfram Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. Lífið 7. maí 2024 21:18
Bein útsending frá samstöðutónleikum í Háskólabíó í opinni dagskrá Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2. Innlent 7. maí 2024 20:44
Eurovision-vaktin: Vonbrigði á fyrra undankvöldi Eurovision Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldið í tónleikahöllinni í Malmö í svíþjóð í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi mun fylgjast náið með frá upphafi til enda. Lífið 7. maí 2024 18:00
Eurovision-hópurinn afklæðist milli atriða Bakraddasöngvarar Heru Bjarkar klæðast glæsilegum svörtum klæðnaði með gylltu kögri í stíl við gylltan samfesting Heru á sviðinu í kvöld. Þrátt fyrir glæsileikann þykir fatnaðurinn með eindæmum óþægilegur og er hópurinn fljótur að henda sér í kósýgallann á milli rennsla. Lífið 7. maí 2024 16:19
Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. Lífið 7. maí 2024 15:29
Börnin okkar „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Skoðun 7. maí 2024 13:01
„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Lífið 7. maí 2024 12:55
Söngvakeppni og stríðsglæpir Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi. Skoðun 7. maí 2024 12:30
Nánast engar líkur taldar á að Hera komist áfram Hera Björk stígur á svið í Málmey í Svíþjóð á fyrra undankvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Veðbankar telja hverfandi líkur á að hún taki þátt í lokakeppninni á laugardagskvöld. Lífið 7. maí 2024 12:27
Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. Lífið 7. maí 2024 11:50
Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. Lífið 6. maí 2024 13:06
Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. Lífið 4. maí 2024 19:23
Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. Erlent 4. maí 2024 18:51
Engir palestínskir fánar í Eurovision-höllinni Skipuleggjendur Eurovision hafa ákveðið að banna palestíska fánann og skilti með pólitískan boðskap inni í Malmö Arena þar sem keppnin fer fram dagana 7. til 11. maí. Lífið 2. maí 2024 07:37
„Eurovision mamman“ með gleði og kærleika að vopni Hera Björk Þórhallsdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision í ár segist vel stemmd fyrir því að stíga á svið í Malmö í annað sinn í dag þegar önnur æfing íslenska atriðisins fer fram. Reynsla hennar í Eurovision vekur mikla athygli og er hún kölluð „Eurovision mamman“ af sumum úti. Hún segist ætla að einbeita sér að gleðinni en ekki neikvæðni. Lífið 1. maí 2024 07:01
Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. Lífið 30. apríl 2024 11:08
Andstaða frá Íslandi og vera Ísraelsmanna litar keppnina í ár Vera Ísraelsmanna og andstaða frá Íslandi litar Eurovisionkeppnina í ár, að sögn fararstjóra íslenska hópsins. Hann segir þó góða stemningu í hópnum og að fyrsta æfing Heru Bjarkar hafi gengið framar vonum. Lífið 29. apríl 2024 13:01
Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. Lífið 29. apríl 2024 10:24
Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. Lífið 28. apríl 2024 14:47
Stendur þétt við bak Heru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir lífið vera allt annað eftir hnéaðgerð. Áður gat hún ekki gengið á öðru en jafnsléttu. Hún segir fjölskylduna standa þétt að baki systur sinni Heru Björk í Eurovision. Þá hrósar hún minnihlutanum í borgarstjórn og segir samstarfið aldrei hafa gengið betur. Lífið 21. apríl 2024 07:01
Talin ólíklegust til að komast áfram Veðbankar telja framlag Íslands til Eurovision í ár, Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, aðeins eiga nítján prósent möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina. Það eru minnstu líkur allra laga sem keppa á fyrra undankvöldinu. Lífið 18. apríl 2024 22:07
Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið. Lífið 17. apríl 2024 21:11
Gunna Dís kynnir Eurovision í stað Gísla Marteins Guðrún Dís Emilsdóttur mun verða þulur á Eurovision söngvakeppninni í ár. Hún hleypur þar með í skarðið fyrir Gísla Martein Baldursson sem lýst hefur keppninni undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lífið 17. apríl 2024 13:31