Lífið

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Bjarki Sigurðsson skrifar
VÆB-bræður og dansarar þeirra voru ansi flottir á sviðinu í Basel.
VÆB-bræður og dansarar þeirra voru ansi flottir á sviðinu í Basel.

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atriði fóru til Íslands

Þetta kemur fram á vefsíðu Eurovision. Stigin sem Ísland fékk voru:

  • Tíu frá Danmörku
  • Sex frá Finnlandi
  • Fimm frá Svíþjóð
  • Fimm frá Eistlandi
  • Þrjú frá Noregi
  • Eitt frá Slóveníu
  • Eitt frá Króatíu
  • Eitt frá Þýskalandi
  • Eitt frá Austurríki

Íslendingar gáfu sín tólf stig í atkvæðagreiðslunni til Póllands. Tíu stig fóru til Svíþjóðar. Rest var:

  • Átta stig til Noregs
  • Sjö stig til Eistlands
  • Sex stig til Hollands
  • Fimm stig til Finnlands
  • Fjögur stig til Ísrael
  • Þrjú stig til Austurríkis
  • Tvö stig til Danmerkur (einu stigin sem Danir fengu frá almenningi)
  • Eitt stig til Þýskalands

Stigin sem íslenska dómnefndin gaf voru svona:

  • Tólf til Svíþjóðar
  • Tíu til Hollands
  • Átta til Austurríkis
  • Sjö til Sviss
  • Sex til Noregs
  • Fimm til Bretlands
  • Fjögur til Frakklands
  • Þrjú til Eistlands
  • Tvö til Ítalíu
  • Eitt til Finnlands

Tengdar fréttir

Austurríki sigurvegari Eurovision 2025

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.