Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 15:37 Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Getty Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko. Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko.
Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira