Lífið

Ísraelska söng­konan biðlar til Ís­lendinga á ís­lensku

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Hæ allir saman,“ segir Yuval Raphael á íslensku.
„Hæ allir saman,“ segir Yuval Raphael á íslensku. EPA

Yuval Raphael, ísraelsk söngkona, sem tekur þátt í Eurovison fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Íslendinga að kjósa framlag sitt. Það gerir hún á íslensku, í auglýsingu á YouTube.

„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise,“ segir Raphael í auglýsingunni sem spilast áður en neytandi YouTube horfir á myndband sem hann kýs sér.

Ísraelska teymið virðist þó ekki bara beina sjónum sínum að Íslandi með þessum hætti. 

Sjá má á YouTube-rásinni þar sem myndbandið birtist, Vote #04 New Day Will Rise, að samskonar myndbönd virðist hafa verið gerð fyrir hverja og eina þátttökuþjóð í Eurovison.

Nokkuð hefur verið deilt um þátttöku Ísraels í Eurovision, sérstaklega síðastliðinn tvö ár vegna stríðsreksturs ríkisins á Gasaströndinni. 

Til að mynda hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagt óeðlilegt að Ísrael taki þátt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.